Íþrótta- og æskulýðsráð

128. fundur 02. febrúar 2021 kl. 08:15 - 09:40 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Þórunn Andrésdóttir formaður
  • Jóhann Már Kristinsson varaformaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Magni Þór Óskarsson aðalmaður
  • Eydís Arna Hilmarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Lýðheilsustefna Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202011044Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að fara í þá vinnu að móta stefnu í lýðheilsumálum. Þessari stefnu er m.a. ætlað að skýra betur hlutverk og verkefni í tengslum við heilsueflandi samfélag. Mikilvægt er að slíkri stefnu fylgi aðgerðaráætlun.
Rætt um það hvaða aðilar ættu að koma að þeirri vinnu með ráðinu.
Áframhaldandi vinna á næsta fundi.

2.Handbók starfsmanna félagsmiðstöðvar

Málsnúmer 202101131Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, ásamt starfsmönnum félagsmiðstöðvar hafa sett saman handbók fyrir starfsfólk.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi gerði grein fyrir handbókinni. Henni er ætlað að leiðbeina starfsfólki við ákvörðunartöku í erfiðum aðstæðum. Þar er t.a.m. að finna verkferla vegna eineltis og ofbeldis, viðbragð við neyslu tóbaks og áfengis sem og ýmsar viðbragðsáætlanir, t.d. vegna jarðskjálfta. Þessi handbók verður yfirfarin og uppfærð á vinnufundi starfsmanna að hausti ár hvert.
Íþrótta- og æskulýðsráð fagnar því að slík handbók sé tilbúin fyrir starfsfólk félagsmiðstöðvar og þakkar góða vinnu við handbókina.

3.Yfirferð starfsáætlunar 2021 - íþrótta- og æskulýðsmál

Málsnúmer 202101141Vakta málsnúmer

Íþrótta - og æskulýðsráð fór yfir starfsáætlun íþrótta - og æskulýðsmála fyrir árið 2021.
Þórunn fór af fundi frá kl. 8:55-9:15.

Fundi slitið - kl. 09:40.

Nefndarmenn
  • Þórunn Andrésdóttir formaður
  • Jóhann Már Kristinsson varaformaður
  • Gunnar Eiríksson aðalmaður
  • Magni Þór Óskarsson aðalmaður
  • Eydís Arna Hilmarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi