Handbók starfsmanna félagsmiðstöðvar

Málsnúmer 202101131

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 128. fundur - 02.02.2021

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, ásamt starfsmönnum félagsmiðstöðvar hafa sett saman handbók fyrir starfsfólk.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi gerði grein fyrir handbókinni. Henni er ætlað að leiðbeina starfsfólki við ákvörðunartöku í erfiðum aðstæðum. Þar er t.a.m. að finna verkferla vegna eineltis og ofbeldis, viðbragð við neyslu tóbaks og áfengis sem og ýmsar viðbragðsáætlanir, t.d. vegna jarðskjálfta. Þessi handbók verður yfirfarin og uppfærð á vinnufundi starfsmanna að hausti ár hvert.
Íþrótta- og æskulýðsráð fagnar því að slík handbók sé tilbúin fyrir starfsfólk félagsmiðstöðvar og þakkar góða vinnu við handbókina.

Ungmennaráð - 30. fundur - 14.02.2021

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi gerði grein fyrir handbókinni. Henni er ætlað að leiðbeina starfsfólki við ákvörðunartöku í erfiðum aðstæðum. Þar er t.a.m. að finna verkferla vegna eineltis og ofbeldis, viðbragð við neyslu tóbaks og áfengis sem og ýmsar viðbragðsáætlanir, t.d. vegna jarðskjálfta. Þessi handbók verður yfirfarin og uppfærð á vinnufundi starfsmanna að hausti ár hvert.
Ungmennaráð fór yfir handbókina og gerir engar athugasemdir við hana.