Lýðheilsustefna Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202011044

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 124. fundur - 10.11.2020

Jóhann Már Kristinsson kom inn á fundinn kl. 8:40
Dalvíkurbyggð hefur ekki sett sér heildstæða stefnu í lýðheilsumálum. Ræða þarf hvort og þá með hvaða hætti slík stefna verði gerð.
Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að lagt verði af stað í gerð lýðheilsustefnu. Þar verði sérstaklega hugað að hlutverki og tilgangi heilsueflandi samfélagi í Dalvíkurbyggð.
Samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 128. fundur - 02.02.2021

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að fara í þá vinnu að móta stefnu í lýðheilsumálum. Þessari stefnu er m.a. ætlað að skýra betur hlutverk og verkefni í tengslum við heilsueflandi samfélag. Mikilvægt er að slíkri stefnu fylgi aðgerðaráætlun.
Rætt um það hvaða aðilar ættu að koma að þeirri vinnu með ráðinu.
Áframhaldandi vinna á næsta fundi.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 129. fundur - 02.03.2021

Unnið við gerð heilsustefnu. Sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að kalla til hagsmunaaðila og vinna að málinu fram að næsta fundi.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 130. fundur - 04.05.2021

Íþrótta- og æskulýðsráð vann í drögum að lýðheilsustefnu. Næsta skref er að kalla eftir hagsmunaaðilum til að rýna þau drög sem búið er að vinna.

Jóhannes Tryggvi fór af fundinum til annarra starfa kl. 9:00.