Umsóknir um styrk úr afreks- og styrktarsjóði 2020

Málsnúmer 202011036

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 124. fundur - 10.11.2020

Auglýsa þarf eftir umsóknum í afreks- og styrktarsjóð. Með fundarboði fylgdu drög að auglýsingu.
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að fela íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að auglýsa eftir umsóknum þar sem umsóknarfrestur verður til og með 26. nóvember. Umsóknirnar verða teknar fyrir á fundi ráðsins 1. desember nk.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 125. fundur - 01.12.2020

Teknar voru fyrir umsóknir í afreks- og styrktarsjóð íþrótta- og æskulýðsráðs Dalvíkurbyggðar vegna ársins 2020.

Alls bárust fjórar umsóknir fyrir tilsettan frest.

a) Ingvi Örn Friðriksson vegna ástundunar og árangurs í kraftlyftingum
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að styrkja Ingva Örn um kr. 250.000.- og vísar því á lið 06-80.

b) Þormar Ernir vegna ástundunar og árangurs á sviði æskulýðs- og félagsmála
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að styrkja Þormar um kr. 50.000.- og vísar því á lið 06-80.

c) Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar vegna helgarnámskeiðs hjá knattspyrnuakademíu Norðurlands
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að styrkja Barna- og unglingaráð um kr. 300.000.- og vísar því á lið 06-80.

d) Skíðafélag Dalvíkur vegna uppbyggingar skíðagönguíþróttarinnar í Dalvíkurbyggð
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að styrkja Skíðafélagið um kr. 300.000.- og vísar því á lið 06-80.

Gunnar Eiríksson vék af fundi undir lið c)

þrjár umsóknir bárust eftir umsóknarfrestinn og er þeim umsóknum hafnað og þær ekki teknar til efnislegrar meðferðar.