Tómstundadagur í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201911041

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð - 25. fundur - 15.11.2019

Ungmennaráð leggur til að búinn verði til tómstundadagur fjölskyldunnar í Dalvíkurbyggð. Þar yrðu félög og aðilar sem bjóða upp á tómstundir fengnir til að kynna sína starfsemi. Líklega þarf að hafa einn að vetri og annan yfir sumartímann.
Ungmennaráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að heyra í félögum í Dalvíkurbyggð og kanna áhuga þeirra á slíkum degi.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 115. fundur - 03.12.2019

Íþrótta- og æskulúyðsfulltrúi gerði grein fyrir hugmynd Ungmennaráðs um að búinn verði til tómstundadagur fjölskyldunnar í Dalvíkurbyggð. Þar yrðu félög og aðilar sem bjóða upp á tómstundir fengnir til að kynna sína starfsemi. Líklega þarf að hafa einn að vetri og annan yfir sumartímann.

Ungmennaráð - 26. fundur - 31.01.2020

Rætt um tómstundadag sem ungmennaráð stefnir á að halda í vetur. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að vinna í málinu á milli funda.

Ungmennaráð - 27. fundur - 28.02.2020

Björk Hólm, forstöðumaður safna sat einnig undir þessum lið. Farið yfir stöðuna. Björk lýsti yfir áhuga á að söfnin og menningarhúsið myndu taka þátt í slíku verkefni.

Björk vék af fundinum kl. 15:50