Fjárhagsáætlun 2020

Málsnúmer 201906041

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 112. fundur - 03.09.2019

Íþrótta- og æskulýðsráð fór yfir áherslur við gerð starfs-og fjárhagsáætlunar. Rætt var um forgangsröðun verkefna.

Ungmennaráð - 23. fundur - 17.09.2019

Farið yfir starfsáætlun málaflokks 06.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 113. fundur - 01.10.2019

Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 06 verði kr. 334.595.730. Óskað er eftir aukningu á ramma að upphæð kr. 1.906.814, þar sem heildarrammi málaflokksins var gefinn kr. 332.688.916.-

Að auki er lagt til að fjárfesting á málaflokkinn verði í samræmi við uppbyggingaráætlanir íþróttafélaganna til næstu 6 ára. Árið 2020 er gert ráð fyrir kr. 38.500.000.- Meðaltal á ári næstu 6 árin eru tæpar 38 milljónir.

Einnig var framlögð gjaldskrá samþykkt fyrir málaflokkinn.

Fræðsluráð - 244. fundur - 18.12.2019

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir helstu áherslur í fjárhagsáætlun 2020.
Lagt fram til kynningar.