Fræðsluráð

171. fundur 13. mars 2013 kl. 08:00 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Auður Helgadóttir Formaður
  • Heiða Hringsdóttir Varaformaður
  • Guðrún Erna Rudolfsdóttir Aðalmaður
  • Sigurður Jörgen Óskarsson Aðalmaður
  • Lilja Björk Ólafsdóttir Aðalmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
  • Helga Björt Möller Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs og Helga Björt Möller, kennsluráðgjafi
Dagskrá

1.Skóladagatöl 2013-2014

Málsnúmer 201302096Vakta málsnúmer

a) Tónlistarskóli DalvíkurbyggðarMeð fundarboði fylgdu drög að skóladagatali fyrir skólaárið 2013-2014 Fræðsluráð óskar eftir frekari upplýsingum og frestar því afgreiðslu. b) KrílakotMeð fundarboði fylgdu drög að skóladagatali fyrir skólaárið 2013-2014Sumarlokun 2013 fyrir börn verður frá 15. júlí til og með 14. ágúst kl. 12.15Fræðsluráð samþykkir skóladagatalið eins og það liggur fyrir. c) KátakotMeð fundarboði fylgdu drög að skóladagatali fyrir skólaárið 2013-2014Sumarlokun 2012-2013 fyrir börn verður frá 15. júlí til og með 14. ágúst kl. 12.15Fræðsluráð samþykkir skóladagatalið eins og það liggur fyrir. d) ÁrskógarskóliMeð fundarboði fylgdu drög að skóladagatali fyrir skólaárið 2013-2014Fræðsluráð samþykkir skóladagatalið eins og það liggur fyrir en þó verður skoðað fram að næsta fundi hvort skipulagsdagurinn í nóvember færist til 15. nóv fremur en 18. nóv.  e) DalvíkurskóliMeð fundarboði fylgdu drög að skóladagatali fyrir skólaárið 2013-2014Afgreiðslu frestað.

2.Ytra mat og kannanir

Málsnúmer 201302097Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og kennsluráðgjafi sögðu frá vinnu við þróun skipulags ytra mats í skólum sveitarfélagsins og er reiknað með að áætlunin verði tilbúin fyrir vorið. Jafnframt voru kynntar niðurstöður úr foreldrakönnun Dalvíkurskóla en niðurstöðurnar voru mjög jákvæðar, niðurstöðurnar í heild má sjá á heimasíðu Dalvíkurskóla. Starfsmannakönnun fyrir alla starfsmenn fræðslu- og menningarsviðs er tilbúin og verður send út á næstu dögum sem og foreldrakannanir vegna annarra skóla en Dalvíkurskóla. Á næsta ári verður foreldrakönnunin sameiginleg fyrir foreldra leik- og grunnskólabarna en sérstök könnun verður send til foreldra barna í tónlistarskólanum.

3.Skólastjóri Dalvíkurskóla 2013-2014

Málsnúmer 201302036Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri gerði grein fyrir umsækjendum en þeir eru: Björn Gunnlaugsson, Íris Reynisdóttir, Jón Bjarnason, Vera Valgarðsdóttur en tveir umsækjendur drógu umsókn sína til baka. Viðtöl verða tekin á næstu dögum og stefnt er að því að ljúka ráðningu sem fyrst. Fræðsluráð þakkar fyrir upplýsingarnar og felur sviðsstjóra og ljúka ferlinu.

4.Útileiksvæði í Árskógi

Málsnúmer 201303098Vakta málsnúmer

Skólastjóri gerði grein fyrir þeirri vinnu sem hafin er við hönnun leiksvæðis og sýndi myndir því tengdu.  

5.Trúnaðarmál fræðslusviðs

Málsnúmer 201212010Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Auður Helgadóttir Formaður
  • Heiða Hringsdóttir Varaformaður
  • Guðrún Erna Rudolfsdóttir Aðalmaður
  • Sigurður Jörgen Óskarsson Aðalmaður
  • Lilja Björk Ólafsdóttir Aðalmaður
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
  • Helga Björt Möller Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs og Helga Björt Möller, kennsluráðgjafi