Útileiksvæði í Árskógi

Málsnúmer 201303098

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 171. fundur - 13.03.2013

Skólastjóri gerði grein fyrir þeirri vinnu sem hafin er við hönnun leiksvæðis og sýndi myndir því tengdu.  

Fræðsluráð - 173. fundur - 08.05.2013

Tekið var fyrir erindi skólastjóra Árskógarskóla, Gunnþórs Eyfjörð Gunnþórssonar Ósk um viðbótarfjárveitingu vegna lóðar dagsett í maí 2013. Þar kemur fram beiðni um viðbótarfjárveitingu vegna lóðarinnar við Árskógarskóla upp á 2.000.000 kr. og rökstuðningur vegna þessa. Fræðsluráð samþykkir beiðnina fyrir sitt leyti en vísar henni til afgreiðslu Byggðaráðs.

Byggðaráð - 663. fundur - 16.05.2013

Á 173. fundi fræðsluráðs þann 8. maí 2013 var eftirfarandi bókað:

Tekið var fyrir erindi skólastjóra Árskógarskóla, Gunnþórs Eyfjörð Gunnþórssonar Ósk um viðbótarfjárveitingu vegna lóðar dagsett í maí 2013. Þar kemur fram beiðni um viðbótarfjárveitingu vegna lóðarinnar við Árskógarskóla upp á 2.000.000 kr. og rökstuðningur vegna þessa.

Fræðsluráð samþykkir beiðnina fyrir sitt leyti en vísar henni til afgreiðslu Byggðaráðs.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi minnisblað skólastjóra Árskógarskóla, sbr. ofangreint.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum beiðni um viðauka að upphæð kr. 2.000.000  vegna útileiksvæðis við Árskógarskóla.