Fræðsluráð

159. fundur 09. nóvember 2011 kl. 08:15 - 10:15 fundarherbergi á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Fundargerð ritaði: Helga Björt Möller kennsluráðgjafi
Dagskrá
Gísli Bjarnason skólastjóri Kátakots, Drífa Þórarinsdóttir skólastjóri Krílakots, Gitta Unn Ármannsdóttir skólastjóri Leikbæjar og Kristín Dögg Jónsdóttir fulltrúi starfsfólks leikskóla sátu fundinn undir málefnum leikskóla.

Gerður Olofson fulltrúi foreldra grunnskólabarna boðaði forföll. Valgerður

1.Opnunartími á Leikbæ

Málsnúmer 201110066Vakta málsnúmer

&Á síðasta fundi fræðsluráðs var til umfjöllunar opnunartíminn á milli 16:15 og 16:30 á Leikbæ þar sem einungis eitt til tvö börn nýta þann tíma.

 

Fræðsluráð leggur til að frá og með áramótum verði Leikbær opinn til 16:15 eins og aðrir leikskólar sveitarfélagsins en rétt sé að endurskoða þessa ákvörðun ef foreldrar fjögurra eða fleiri barna óska eftir þjónustu á þessum tíma.

2.Tillaga um breytingu á innritunarreglum í leikskóla

Málsnúmer 201111008Vakta málsnúmer

&Með fundarboði fylgdi bréf frá Drífu Þórarinsdóttur leikskólastjóri Krílakots þar sem hún óskar eftir umræðu um innritunarreglur á leikskóla. Eins og er ræður dagsetning umsóknar um pláss því hvaða börnum er boðið upp á vistun þegar losnar um ef ekki er um börn í forgangi að ræða. Gagnrýni hefur komið á að ekki sé farið eftir aldri barna heldur dagsetningu umsóknar enda fólk misvel að sér um innritunarreglur sveitarfélagsins.

 

Fræðsluráð leggur til að börn verði tekin inn eftir kennitölu frá og með 1.1.2012.

3.Skólanámskrá Leikbæjar

Málsnúmer 201111006Vakta málsnúmer

&Gitta Unn Ármannsdóttir lagði fram skólanámskrá Leikbæjar.

 

Fræðsluráð fagnar því að fá fullunna skólanámskrá Leikbæjar í hendur en frestar afgreiðslu hennar til næsta fundar

4.Úttekt á skólamat

Málsnúmer 1109047Vakta málsnúmer

&Lögð var fram skýrsla frá fyrirtækinu Sýni vegna úttektar á skólamötuneyti Veisluþjónustunnar. Jafnframt upplýsti Gísli Bjarnason um fund sem hann og Gitta Unn Ármannsdóttir áttu með Veisluþjónustunni

 

Fræðsluráð fagnar því að búið sé að koma á faglegu, reglubundnu mati á skólamötuneytinu og óskar eftir því við skólastjórnendur að þeir fylgi skýrslunni vel eftir.

5.Þjóðarsáttmáli um jákvæð samskipti - dagur gegn einelti 8. nóvember

Málsnúmer 201110091Vakta málsnúmer

&Lagt fram.

6.Skólanámskrá Grunnskóla Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201111007Vakta málsnúmer

Drög að námskrá fyrir Grunnskóla Dalvíkurbyggðar liggja fyrir en afgreiðslu og umræðu frestað.

7.Niðurstöður samræmdra prófa 2011

Málsnúmer 201111009Vakta málsnúmer

&Gísli Bjarnason skólastjóri Grunnskóla Dalvíkurbyggðar fór yfir niðurstöður samræmdra prófa í Dalvíkurbyggð. Umræður fóru fram um það sem kemur vel út og það sem betur mætti fara.

8.Beiðni um heimild fyrir deildarstjórastöðu við Tónlistarskólann.

Málsnúmer 201110067Vakta málsnúmer

&Á síðasta fundi fræðsluráðs barst beiðni frá skólastjóra Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar um að fá heimild fyrir deildarstjórastöðu við skólann. Staðan á að rúmast innan fjárheimilda skólans. Skólastjóri lagði fram starfslýsingu.

 

Fræðsluráð samþykkir heimild fyrir deildarstjórastöðu til reynslu fram á vor 2013 við Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar, staðan rúmast innan fjárhagsramma. Samþykktin miðar við áramót.

9.Önnur mál fræðsluráð

Málsnúmer 201111010Vakta málsnúmer

&a) Bréf frá starfsfólki Krílakots þar sem óskað er eftir að færa til starfsdaga svo starfsmenn geti farið saman í námsferð erlendis í vor.

 

Fræðsluráð tekur vel í þessar hugmyndir og mun taka ákvörðun um þetta þegar nánari tilhögun ferðar liggur fyrir.

 

b) Systkinaafsláttur af skólamat í leikskólum.

 

Fyrirspurn barst um systkinaafslátt á milli systkina á Krílakoti og í Dalvíkurskóla.

 

Fræðsluráð upplýsir að ekki skuli veittur systkinaafsláttur af skólamat í leikskólum sveitarfélagsins.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Fundargerð ritaði: Helga Björt Möller kennsluráðgjafi