Fræðsluráð

272. fundur 10. ágúst 2022 kl. 08:15 - 10:50 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jolanta Krystyna Brandt formaður
  • Benedikt Snær Magnússon varaformaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
  • Júlía Ósk Júlíusdóttir varamaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir boðaði forföll og í hennar stað kom Júlía Ósk Júlíusardóttir, Snæþór Arnþórsson boðaði forföll og í hans stað kom Gunnar K. Gunnarsson.


Aðrir sem sitja fundinn: Friðrik Arnarson skólastjóri Dalvíkurskóla og Árskógarskóla, Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir leikskólastjóri á Krílakoti, Ágústa Kristín Bjarnadóttir aðstoðarleikskólastjóri á Krílakoti, María Jónsdóttir fulltrúi starfsmanna á Krílakoti, Magni Þór Óskarsson fulltrúi kennara í Dalvíkurskóla.

1.Ályktun bæjarráðs Árborgar um leikskólamál

Málsnúmer 202111008Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, lagði fram til kynningar ályktun bæjarráðs Árborgar um leikskólamál til Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar. Fræðsluráð Dalvíkurbyggðar skorar á Samband íslenskra sveitarfélaga að standa fyrir málþingi samkvæmt ályktun Árborgar.

2.Innra mat skóla

Málsnúmer 201806041Vakta málsnúmer

Friðrik Arnarsson, skólastjóri Dalvíkurskóla og fór yfir innramatsskýrslu skólans.
Lagt fram til kynningar.

3.Skólanámsskrár skólanna 2022 - 2023

Málsnúmer 202208007Vakta málsnúmer

Friðrik Arnarsson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla og Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri á Krílakoti fóru yfir helstu áherslur í skólanámskrá skólanna.
Fræðsluráð samþykkir skólanámsskrár skólanna með fimm atkvæðum og vísar þeim til staðfestingar í sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar.

4.Íslenska æskulýðsrannsóknin

Málsnúmer 202208008Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, lagði fram til kynningar niðurstöður úr Íslensku æskulýðsrannsókninni fyrir Dalvíkurbyggð.
Lagt fram til kynningar. Málið tekið fyrir aftur á næsta fundi.

5.Starfsmannamál í leik - og grunnskóla

Málsnúmer 201912084Vakta málsnúmer

Friðrik Arnarsson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla og Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri á Krílakoti fóru yfir helstu breytingar í starfsmannamálum hjá skólunum fyrir næsta skólaár.
Lagt fram til kynningar.

6.Samningur við Háskólann á Akureyri um skólaþjónustu við leik - grunnskóla í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202003115Vakta málsnúmer

Tekin fyrir bókun Byggðaráðs dags. 14. júlí.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela fræðsluráði og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að fara yfir fyrirkomulag skólaþjónustu og hvort að núverandi samningur uppfylli fyrirliggjandi þarfir og þær væntingar sem gerðar voru.

Einnig tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra fræðslu - og menningarsviðs dags. 07. júlí 2022.
Fræðsluráð leggur til að tillaga frá sviðsstjóra verði samþykkt. Um að framlengja samning um eitt ár. Sviðsstjóra er falið að ræða við Háskólann á Akureyri um endurskoðun á uppsagnarákvæði í samningi og miða við upphaf nýs skólaárs.

7.Siðareglur kjörinna fulltrúa. Endurskoðun í upphafi kjörtímabils 2022-2026

Málsnúmer 202205191Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir siðareglur kjörinna fulltrúa.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:50.

Nefndarmenn
  • Jolanta Krystyna Brandt formaður
  • Benedikt Snær Magnússon varaformaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
  • Júlía Ósk Júlíusdóttir varamaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri Fræðslu- og menningarsviðs