Styrkur til félagsins

Málsnúmer 201810038

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 222. fundur - 09.10.2018

Erindi barst frá Birtu dags. 04.10.2018 kaup á barmnælum til styrktar samtökunum og er óskað eftir að sveitarfélagið kaupi 1-2 nælur af félaginu. Samtökin Birta voru stofnuð 7.desember 2012 í Grafarvogskirkju. Tilgangur samtakanna og markmið er að standa fyrir fræðslu og ýmsum viðburðum á landsvísu fyrir syrgjandi foreldra og fjölskyldur þeirra. Einnig standa samtökin fyrir hvíldardögum fyrir foreldra/forráðamenn og fjölskyldur þeirra með endurnærandi hvíld að leiðarljósi. Samtökin eru vettvangur foreldra/forráðamanna barna (0-18 ára) og ungmenna (18-25 ára) sem látist hafa skyndilega til að hittast. Undir skyndilegt dauðsfall flokkast öll dauðsföll sem ekki gera boð á undan sér, hvort heldur sem orsökin eru líffræðileg, viðkomandi hafi fallið fyrir eigin hendi eða annarra, horfið eða látist af slysförum.
Félagsmálaráð telur að því sé ekki fært að veita umræddan styrk þar sem ekki er gert ráð fyrir slíkum kostnaði í fjárhagsáætlun.