Félagsmálaráð

156. fundur 21. febrúar 2012 kl. 08:00 - 10:00 fundarherbergi á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Fundargerð ritaði: Eyrún Rafnsdóttir Félagsmálastjóri
Dagskrá

1.Kynning frá 9.bekk Dalvíkurskóla

Málsnúmer 201202087Vakta málsnúmer

9. bekkur Grunnskóla Dalvíkurbyggðar kom á fund félagsmálaráðs og kynnti fyrir nefndarmönnum verkefni um einelti og fordóma sem þau unnu í samfélagsfræði undir stjórn umsjónarkennara síns, Arnars Símonarsonar.
Félagsmálaráð lýsir ánægju með verkefnið og hvetur krakkana til að kynna það víðar í samfélaginu okkar.  Þakkar börnunum kærlega fyrir innlegg sitt í mikilvægt forvarnarstarf í sveitarfélaginu. 

2.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201202089Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri kynnti afgreiðslur fjárhagsaðstoðar og önnur trúnaðarmál

3.Umsókn um að gerast dagmóðir

Málsnúmer 201202088Vakta málsnúmer

Umsókn hefur borist frá Sólveigu Halldórsdóttur um að gerast dagmóðir.
Félagsmálaráð veitir dagmóðurleyfi til eins árs að því gefnu að öll skilyrði séu uppfyllt

4.Mannréttindastefna

Málsnúmer 201202081Vakta málsnúmer

Formaður félagsmálaráðs leggur til að Mannréttindastefna sveitarfélagsins verði endurskoðuð þar sem nokkur ár eru síðan hún var gerð.
Frestað til næsta fundar

5.Fjölmenningarstefna skóla

Málsnúmer 201112041Vakta málsnúmer

Fræðsluráð Dalvíkurbyggðar vísar Fjölmenningarstefnu í Grunnskólanum til umsagnar félagsmálaráðs.
Formanni félagsmálaráðs og starfsmönnum félagsþjónustu er falið að gera umsögn samanber umræður á fundi og leggja fyrir ráðið á næsta fundi. 

6.Beiðni um samvinnu við Útlendingastofnun

Málsnúmer 201202072Vakta málsnúmer

Lagt var fram til kynningar bréf frá Útlendingastofnun þar sem óskað er samvinnu vegna þeirra erlendu ríkisborgara sem eru hér utan þjóðskrár og þurfa á aðstoð að halda.
Lagt fram til kynningar

7.Beiðni um fjárstuðning við forvarnarstarf SAMAN-hópsins 2012

Málsnúmer 201201038Vakta málsnúmer

Styrkbeiðni barst frá SAMAN-hópnum. SAMAN hópurinn er samstarfsvettvangur frjálsra félagasamtaka, stofnana og sveitarfélaga sem láta sig varðar forvarnir og velferð barna. Leiðarljós í starfi hópsins eru niðurstöður rannsókna sem sýna mikilvægi og áhrifamátt foreldra í forvörnum.
Félagsmálaráð hafnar erindinu en mun áfram kaupa segla með útivistartímanum af SAMAN-hópnum og felur félagsmálastjóra að ganga frá því.

8.440. mál til umsagnar.

Málsnúmer 201202009Vakta málsnúmer

Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögur til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2012, 440. mál
Félagsmálaráð gerir ekki athugasemdir við framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks en fagnar því að slík áætlun sé í vinnslu. 

9.Mál til umsagnar frá Velferðarráðuneyti

Málsnúmer 201202080Vakta málsnúmer

Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögur til þingsályktunar um faglega úttekt á réttargeðdeildinni á Sogni, 319. mál sem og frumvarp til laga um barnalög (réttindi barns, forsjá, umgengni o.fl) 290 mál.
Félagsmálaráð gerir ekki athugasemdir við þingsályktunartillögu um úttekt á réttargeðdeild á Sogni né frumvarp til laga um barnalög.

10.Styrkveitingar; almennar reglur Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201112049Vakta málsnúmer

Formaður félagsmálaráðs fór yfir reglur um styrkveitingar i Dalvíkurbyggð.
Félagsmálaráð gerir ekki athugasemdir við reglurnar.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Fundargerð ritaði: Eyrún Rafnsdóttir Félagsmálastjóri