Félagsmálaráð

173. fundur 16. október 2013 kl. 14:00 - 16:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Valdís Guðbrandsdóttir Formaður
  • Hildur Birna Jónsdóttir Varaformaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Aðalmaður
  • Marinó Þorsteinsson Aðalmaður
  • Rósa Ragúels Aðalmaður
  • Eyrún Rafnsdóttir Sviðstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þórhalla Franklín Karlsdóttir Þroskaþjálfi
Dagskrá

1.Forvarnarstefna Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201306015Vakta málsnúmer

Farið var yfir drög að nýrri forvarnarstefnu sveitarfélagsins.
Félagsmálaráð samþykkir drögin að nýrri forvarnarstefnu sveitarfélagsins og vísar forvarnarstefnunni til afgreiðslu í sveitarstjórn.

2.Aðgengismál í sveitarfélaginu

Málsnúmer 201203018Vakta málsnúmer

Formaður félagsmálaráðs kynnir vinnu í tengslum við aðgengismál í sveitarfélaginu
Formaður félagsmálaráðs fór yfir stöðuna í aðgengismálum í sveitarfélaginu. Félagsmálaráð leggur til að verkefnið verði unnið af sviðsstjórum umhverfissvið og félagsmálasviðs ásamt formönnum félagsmálaráðs og umhverfisráðs.

3.Fundir þjónustuhóps SSNV ágúst -sept 13

Málsnúmer 201310062Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagði fram fundargerð þjónustuhóps SSNV í málefnum fatlaðra.
Lagt fram til kynningar.

4.Eftirfylgni af málþingi um aðgerðaráætlanir gegn kynbundnu ofbeldi

Málsnúmer 201310063Vakta málsnúmer

Í vor var skipað samstarfsteymi um heimilisofbeldi á vegum velferðaráðuneytisins. Hlutverk samstarfsteymisins er að hafa umsjón með því að fylgt sé samræmdri heildarstefnu um heimilisofbeldi, að gerðir séu samstarfssamningar um tiltekna þjónustu og að tilraunaverkefnum sé hrint í framkvæmd. Samstarfsteymið hélt málþing um aðgerðaráætlanir sveitarfélaga gegn kynbundnu ofbeldi þann 9.september sl. og er þetta bréf sent til að fylgja málþinginu eftir.
Félagsmálaráð leggur til að aðgerðaráætlun verði skoðuð í tengslum við mannréttindastefnuna og aðgerðaráætlun tengda henni.

5.Forsendur að gerð fjárhagsáætlunar SSNV fyrir árið 2013-2014

Málsnúmer 201310067Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri kynnti tekjuforsendur að gerð fjárhagsáætlunar SSNV fyrir árið 2013-2014.
Lagt fram til kynningar

6.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201310060Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 201310060
Bókað í trúnaðarmálabók

7.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201310033Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 201310033
Bókað í trúnaðarmálabók

8.Trúnaðrmál

Málsnúmer 201310064Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál 201310064
Bókað í trúnaðaramálabók

9.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201310072Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 201310072
Bókað í trúnaðarmálabók

10.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201310079Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 201310079
Bókað í trúnðarmálabók

Fundi slitið - kl. 16:00.

Nefndarmenn
  • Valdís Guðbrandsdóttir Formaður
  • Hildur Birna Jónsdóttir Varaformaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Aðalmaður
  • Marinó Þorsteinsson Aðalmaður
  • Rósa Ragúels Aðalmaður
  • Eyrún Rafnsdóttir Sviðstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þórhalla Franklín Karlsdóttir Þroskaþjálfi