Eftirfylgni af málþingi um aðgerðaráætlanir gegn kynbundnu ofbeldi

Málsnúmer 201310063

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 173. fundur - 16.10.2013

Í vor var skipað samstarfsteymi um heimilisofbeldi á vegum velferðaráðuneytisins. Hlutverk samstarfsteymisins er að hafa umsjón með því að fylgt sé samræmdri heildarstefnu um heimilisofbeldi, að gerðir séu samstarfssamningar um tiltekna þjónustu og að tilraunaverkefnum sé hrint í framkvæmd. Samstarfsteymið hélt málþing um aðgerðaráætlanir sveitarfélaga gegn kynbundnu ofbeldi þann 9.september sl. og er þetta bréf sent til að fylgja málþinginu eftir.
Félagsmálaráð leggur til að aðgerðaráætlun verði skoðuð í tengslum við mannréttindastefnuna og aðgerðaráætlun tengda henni.