Heimilisofbeldi og samvinna við lögreglu

Málsnúmer 201503155

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 186. fundur - 25.03.2015

Félagsmálastjóri lagði fyrir nefnd til kynningar samstarfsyfirlýsingu lögreglunnar á Akureyri og Akureyrarkaupstaðar um verklagsreglur vegna heimilisofbeldis.
Lagt fram til kynningar.

Félagsmálaráð - 187. fundur - 14.04.2015

Félagsmálastjóri kynnti fund er hún átti með lögreglustjóra og fulltrúum lögreglu á Norðurlandi eystra í átaki gegn heimilisofbeldi. Á þessum fundi var óskað samstarfs milli félagsþjónustu og lögreglu vegna þessa máls. Heimilisofbeldi er skilgreint sem ofbeldi sem einstaklingur verður fyrir af nákomnum, þ.e. gerandi og þolandi eru skyldir, tengdir eða hafa sögu um tengsl. Ofbeldið getur verið líkamlegt, andlegt og/eða kynferðislegt og felur í sér valdbeitingu eða hótun um valdbeitingu.

Samstarf lögreglu og félagsþjónustu felur í sér að þegar tilkynnt er um heimilisofbeldi hefur lögreglan samband við bakvakt félagsþjónustu sem mætir á staðinn með lögreglu ávallt er börn búa á heimilinu sem og á heimili þar sem engin börn búa samþykkti báðir aðilar aðkomu félagsþjónustu. Lögreglan sér um rannsókn máls en starfsmaður félagsþjónustu hlúir að viðkomandi og kynnir rétt sinn eða aðstoðar við að fjarlægja geranda/þolanda eftir aðstæðum. Lögreglan í útkalli og starfsmaður félagsþjónustu heimsækja aftur heimilið 7-14 dögum síðar.
Félagsmálaráð leggur til að sveitarfélagið beiti sér fyrir átakinu gegn heimilisofbeldi í samvinnu við lögregluna á Norðurlandi eystra. Málinu vísað til sveitarstjórnar.