Félagsmálaráð

192. fundur 13. október 2015 kl. 12:30 - 15:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Silja Pálsdóttir formaður
  • Friðjón Árni Sigurvinsson Aðalmaður
  • Viktor Már Jónasson Aðalmaður
  • Elísa Rán Ingvarsdóttir Aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Eyrún Rafnsdóttir Sviðsstjóri félagsmálasviðs
Dagskrá
Hildur Birna Jónsdóttir boðar forföll og þar gerði einnig varamaður hennar Jóhannes Jónsson.

1.Tilkynning um úrsögn úr Rótum bs.

Málsnúmer 201507010Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagði fram bréf dags. 22. september 2015 frá Velferðarráðuneytinu þar sem ráðuneytið tekur fyrir bréf dags. 3. maí frá sveitarfélögunum Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð sem óska eftir undanþágu frá lágmarksíbúafjölda þjónustusvæða skv. 2. mgr.4.gr. laga nr. 59/1992. Sveitarfélögin hafa verið aðilar að byggðarsamlaginu Rótum frá stofnun þess í janúar 2014 en hyggst nú ætla að stofna eigið þjónustusvæði. Ráðuneytið fellst á rök umsækjenda að landfræðilegar aðstæður geti hamlað samstarfi til vesturs og tekur undir þau sjónarmið að sveitarfélögin séu líkleg til þess að geta leyst verkefnið saman með góðum árangri, enda samgöngur greiðar milli sveitarfélaganna. Í ljósi þess fellst ráðherra á, með vísan til 3. mgr.4.gr. laga nr. 59/1992 að veita sveitarfélögunum sameiginlega undaþágu frá lágmarksíbúatölu þjónustusvæða enda uppfylli þau ákveði 1. og 2. mgr. 8.gr. laganna um gerð stofnskjals og samstarfssamnings. Undanþágan er tímabundin í eitt ár frá og með 1. janúar 2016. Ráðherra leggur áherslu á að undanþágutíminn verði nýttur til þess að kanna gaumgæfilega möguleika til samstarfs til austur til Eyjafjarðarsvæðisins.
Félagsmálaráð telur um krefjandi verkefni að ræða til eins árs og ljóst er að vanda þarf vel til verka við undirbúning og framkvæmd þessa verkefnis á milli tveggja sveitafélaga. Í þessu breytta umhverfi felast einnig spennandi tækifæri fyrir sveitarfélögin að veita góða þjónustu og innleiða nýtt verklag. Félagsmálaráð lítur svo á að í svari Velferðarráðuneytis felist tilvísun til þess að takist ekki vel til leggi ráðuneytið til samstarf með öðrum sveitarfélögum á Eyjafjarðarsvæðinu. Félagsmálaráð telur að skoða verði vandlega þann ráðahag með tilliti til fyrri reynslu.

2.Fyrirspurn vegna innflytjenda

Málsnúmer 201509126Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri leggur fram bréf frá Fjölmenningarsetri dags. 16/9 2015 þar sem óskað er eftir upplýsingum um mótttökuáætlanir sveitarfélaga vegna innflytjenda.
Félagsmálaráð felur félagsmálastjóra að svara erindinu en móttökuáætlun vegna innflytjenda er ekki til í Dalvíkurbyggð en tekið er tillit til erlendra íbúa í Mannréttindastefnu Dalvíkurbyggðar og skólum Dalvíkurbyggðar. Félagsmálaráð er tilbúið að koma að gerð slíkrar áætlunar en óskar eftir umræðum í byggðarráði um hvort gera skuli slíka móttökuáætlun.

3.Forvarnarfundur með samstarfsaðlium - undirbúningur

Málsnúmer 201509133Vakta málsnúmer

Vinnuhópur um forvarnarmál fer yfir umræðuefni fundar með samstarfsaðilum sem halda á 15. október n.k. Á fundinum verður farið yfir forvarnarstefnu, fara yfir með samstarfsaðilum hvað félögin hafa verið að standa sig vel í fjölbreyttum forvörnum, hveja félögin til að sameinast um forvarnir og treysta samstarf þessara ólíku samstarfsaðila.
Félagsmálaráð þarf að fresta fundinum til 20. október n.k. þar sem boðað hefur verið til opins íbúafundar um umferðaröryggismál á sama tíma og gert var ráð fyrir forvarnarfundinum.

4.Til umsagnar frumvarp til laga um almannatryggingar (hækkun lífeyris í 300 þús. kr.) 3. mál.

Málsnúmer 201509141Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri leggur fram erindi frá nefndarsviði Alþingis dags. 21. september 2015 þar sem óskað er umsagnar á frumvarpi til laga um almannatryggingar (hækkun lífeyris í 300. þús.kr.) 3. mál
Lagt fram til kynningar

5.Vopnuð átök, vernd flóttamanna og fatlaðs fólks

Málsnúmer 201510044Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri leggur fram rafpóst frá Þroskahjálp dags. 24.09.2015 þar sem Þroskahjálp vekur athygli á vernd flóttamanna og fatlaðs fólks. Reynslan sýnir að þegar fólk flýr stríðsátök er mikil hætta á að fatlað fólk sé skilið eftir eða verði útilokað frá eða geti af öðrum ástæðum ekki nálgast þá aðstoð sem veitt er flóttafólki. Þá verður það við þessar aðstæður sérstaklega berskjaldað fyrir ofbeldi og misnotkun af ýmsu tagi. Landssamtökin Þroskahjálp vilja vekja athygli hlutaðeigandi stjórnvalda og félagasamtaka á því sem að framan er rakið og hvetur til að sérstaklega verði hugað að alþjóðlegum skyldum ríkja til að taka sérstakt tillit til þarfa fatlaðs fólks fyrir stuðning og vernd við mótun og framkvæmd stefnu í málefnum flóttafólks hér á landi.
Félagsmálaráð telur þetta gott og þarft innlegg í flóttamannaumræðuna.

6.Skýrsla um jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum til umsagnar

Málsnúmer 201510043Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri leggur fram rafpóst dags. 05.10.2015 frá Innanríkisráðuneytinu þar sem vakin er athygli á að til umsagnar er nú hjá innanríkisráðuneytinu skýrsla um jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum. Í skýrslunni er lagt til að lögfest verði ákvæði í barnalögum sem heimili skipta búsetu barns á grundvelli staðfests samkomulags foreldra, að uppfylltum skilyrðum.
Lagt fram til kynningar

7.Til umsagnar frumvarp til laga um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og málefni aldraðra (uppfærsluréttur íbúðarréttar), 35. mál.

Málsnúmer 201509143Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri leggur fram rafpóst frá nefndarsviði Alþingis dags. 22.09.2015 þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsdagskrá og málefni aldraðra (uppfærsluréttur íbúðarréttar)
Lagt fram til kynningar.

8.Styrkbeiðni frá Aflinu

Málsnúmer 201509174Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri leggur fram erindi frá Aflinu dags. 24.09.2015. Aflið, samtök gegn kynferðis og heimilisofbeldi á Norðurlandi, hóf starfsemi sína árið 2002. Þjónusta Aflsins er fyrir alla þá sem beittir hafa verið kynferðis- og/eða heimilisofbeldi í sinni víðustu mynd auk þess sem til Aflsins hafa leita margir þolendur eineltis. Aflið býður einnig upp á ráðgjöf fyrir aðstandendur. Í ársskýrslu Aflsins fyrir árið 2014 kemur fram að töluverð fjölgun er í einkaviðtölum frá ári til árs og er svo einnig þetta árið. Fyrirséð er að yfirstandandi ár verður Aflinu fjárhagslega erfitt þar sem lækkun varð á rekstrarstyrk frá Velferðarráðuneytinu m.a. og óskar Aflið eftir fjárhagslegum styrk svo mögulegt sé að halda áfram að reka Aflið og styðja þar með við þjónustu við brotaþola ofbeldis í heimabyggð.
Félagsmálaráð veitir Aflinu styrk að upphæð 50.000 krónur tekið af lið 02-80-9145

9.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201510019Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 201510019
Bókað í trúnaðarmálabók

10.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201510060Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál
Bókað í trúnaðarmálabók

11.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201510061Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál
Bókað í trúnaðarmálabók

12.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201510062Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál
Bókað í trúnaðarmálabók

Fundi slitið - kl. 15:30.

Nefndarmenn
  • Silja Pálsdóttir formaður
  • Friðjón Árni Sigurvinsson Aðalmaður
  • Viktor Már Jónasson Aðalmaður
  • Elísa Rán Ingvarsdóttir Aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Eyrún Rafnsdóttir Sviðsstjóri félagsmálasviðs