Vopnuð átök, vernd flóttamanna og fatlaðs fólks

Málsnúmer 201510044

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 192. fundur - 13.10.2015

Félagsmálastjóri leggur fram rafpóst frá Þroskahjálp dags. 24.09.2015 þar sem Þroskahjálp vekur athygli á vernd flóttamanna og fatlaðs fólks. Reynslan sýnir að þegar fólk flýr stríðsátök er mikil hætta á að fatlað fólk sé skilið eftir eða verði útilokað frá eða geti af öðrum ástæðum ekki nálgast þá aðstoð sem veitt er flóttafólki. Þá verður það við þessar aðstæður sérstaklega berskjaldað fyrir ofbeldi og misnotkun af ýmsu tagi. Landssamtökin Þroskahjálp vilja vekja athygli hlutaðeigandi stjórnvalda og félagasamtaka á því sem að framan er rakið og hvetur til að sérstaklega verði hugað að alþjóðlegum skyldum ríkja til að taka sérstakt tillit til þarfa fatlaðs fólks fyrir stuðning og vernd við mótun og framkvæmd stefnu í málefnum flóttafólks hér á landi.
Félagsmálaráð telur þetta gott og þarft innlegg í flóttamannaumræðuna.