Félagsmálaráð

274. fundur 14. nóvember 2023 kl. 08:15 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Katrín Kristinsdóttir formaður
  • Magni Þór Óskarsson varaformaður
  • Júlíus Magnússon aðalmaður
  • Nimnual Khakhlong aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir sviðsstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir Þroskjaþjálfi
Dagskrá

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202311043Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 202311043


Bókað í trúnaðarmálabók

2.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202306137Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 202306137


Bókað í trúnaðarmálabók

3.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202311058Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 202311058


Bókað í trúnaðarmálabók

4.Túlkun fyrir barnavernd og félagsþjónustu

Málsnúmer 202310093Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur dags. 13.10.2023 frá Landstúlkun -túlkun fyrir barnavernd og félagsþjónustu. Landstúlkun býður upp á túlkun á pólsku og ensku.
Lagt fram til kynningar.

5.Til sveitarfélaga - boð á barnaþing

Málsnúmer 202310039Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur dags. 10.10.2023 frá Umboðsmanni barna. Barnaþing Hörpu verður haldið dagana 16.-17. nóvember 2023 í Hörpu Reykjavík. Barnaþing umboðsmanns barna verður haldið í þriðja sinn í nóvember. Sú breyting hefur orðið á dagskrá frá síðustu árum er að í stað hátíðardagskrar í Hörpu gefst barnaþingmönnum kostur á að heimsækja Alþingi 16. nóvember. Þann 17. nóvember verður haldinn fundur með þjóðfundarstíl þar sem saman koma fullorðnir og börn, ræða málefni sem brenna á börnum. Alls fengu 350 börn alls staðar af landinu boð um að koma á barnaþingið og voru þau valin með slembivali frá Þjóðskrá. Óskað er aðstoðar frá heimasveitarfélagi barnaþingmanna um aðstoð við að tryggja að börnin fái þann stuðning sem þau þurfa til að sækja þingið.
Lagt fram til kynningar.

6.Rafrænt Döffblað - styrkbeiðni

Málsnúmer 202310046Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur dags. 07.09.2023 frá Félagi heyrnarlausra en þar kemur fram að stjórn Félags heyrnarlausra sé að gefa út rafrænt Döffblað á netinu í fyrsta sinn. Blað þetta bíður upp á að deila stuttum myndböndum þar sem táknmál fær að njóta sín og verður því meira lifandi en prentuð útgáfa. Óskað er eftir því að fá liðsinni fyrirtækja til að gera útgáfuna mögulega með kaupum á auglýsingum.
Félagsmálaráð samþykkir með fimm greiddum atkvæðum að styrkja Félag heyrnalausra við að gefa út rafrænt Döffblað á netinu. Félagsmálaráð vill styrkja félagið um 10.000,- krónur tekið af lið 02-80-9145.

7.Jólaaðstoð 2023 - Samstarf Mæðrastyrksnefndar Akureyrar og nágrenis, Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálpræðishersins á Akureyri og Rauða krossins við Eyjafjörð

Málsnúmer 202311033Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur dags. 06.11.2023 frá Velferðarsjóðir Eyjafjarðarsvæðisins. Um þessar mundir er að hefjast fjáröflun vegna jólaaðstoðar á vegum Velferðarsjóðs Eyjafjarðar. Í reglubundnum úthlutunum sjóðsins árið 2023 er þörfin augljóst og eftirspurn hefur stóraukist. Framundan eru þungir mánuðir fyrir mörg heimili og gera má ráð fyrir að jólaaðstoðin 2023 verði stórt verkefni. Það fé sem safnast fyrir jólin verður notaði til kaupa á gjafakortum í matvörubúðum sem afhendast efnaminni fjölskyldum og einstaklingum á Eyjafjarðarsvæðinu.
Félagsmálaráð samþykkir með fimm greiddum atkvæðum að styrkja Velferðarsjóð Eyjafjarðar um 400.000,- krónur tekið af lið 02-11-9110.

8.Reglur - endurnýjun 2023

Málsnúmer 202310018Vakta málsnúmer

Starfsmenn félagsmálasviðs lögðu fram drög að endurnýjuðum reglum um lengda viðveru og Sérstakan húsnæðisstuðning.
Félagsmálaráð samþykkir með fimm greiddum atkvæðum drög að reglum um lengda viðveru og sérstakan húsnæðisstuðning.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Katrín Kristinsdóttir formaður
  • Magni Þór Óskarsson varaformaður
  • Júlíus Magnússon aðalmaður
  • Nimnual Khakhlong aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir sviðsstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir Þroskjaþjálfi