Jólaaðstoð 2023 - Samstarf Mæðrastyrksnefndar Akureyrar og nágrenis, Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálpræðishersins á Akureyri og Rauða krossins við Eyjafjörð

Málsnúmer 202311033

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 274. fundur - 14.11.2023

Tekinn fyrir rafpóstur dags. 06.11.2023 frá Velferðarsjóðir Eyjafjarðarsvæðisins. Um þessar mundir er að hefjast fjáröflun vegna jólaaðstoðar á vegum Velferðarsjóðs Eyjafjarðar. Í reglubundnum úthlutunum sjóðsins árið 2023 er þörfin augljóst og eftirspurn hefur stóraukist. Framundan eru þungir mánuðir fyrir mörg heimili og gera má ráð fyrir að jólaaðstoðin 2023 verði stórt verkefni. Það fé sem safnast fyrir jólin verður notaði til kaupa á gjafakortum í matvörubúðum sem afhendast efnaminni fjölskyldum og einstaklingum á Eyjafjarðarsvæðinu.
Félagsmálaráð samþykkir með fimm greiddum atkvæðum að styrkja Velferðarsjóð Eyjafjarðar um 400.000,- krónur tekið af lið 02-11-9110.