Hjólasöfnun 2023

Málsnúmer 202304115

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 268. fundur - 25.04.2023

Tekið fyrir erindi dags. 04.04.2023 frá Barnaheill. Árleg hjólasöfnun er hafin í tólfta sinn. Frá upphafi hjólasöfnunar árið 2012 hafa um 3.500 börn og ungmenni notið góðs af því að fá hjól úr söfnuninni. Barnaheill býður öllum félagsþjónustum og/eða barnavernd sveitarfélaganna að taka þátt í verkefninu með þeim og gera þannig skjólstæðingum upp að 18 ára aldri, allra sveitarfélaga kleift að sækja um hjól úr söfnuninni búi þau við þannig félagslegar og/eða fjárhagslegar aðstæður að þau þurfi á hjólum að halda. Hjólunum verður úthlutað frá miðjum apríl og fram í maí.
Félagsmálaráð felur sviðsstjóra að kynna verkefnið á heimasíðu Dalvíkurbyggðar og aðstoða fólk sem gæti nýtt sér úrræðið að sækja um.