Byggðaráð

710. fundur 07. október 2014 kl. 15:00 - 18:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Varamaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Dagskrá

1.Frá Ungmennafélagi Svarfdæla; Uppbygging á vallarsvæði UMFS á Dalvík.

Málsnúmer 201309034Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðarráðs Kristján Ólafsson, formaður UMFS, Jónína Guðrún Jónsdóttir,gjaldkeri UMFS, Björn Friðþjófsson, ráðgjafi í vallarmálum og Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs.

Á 709. fundi byggðaráðs þann 2. október s.l. var eftirfarandi bókað:
6. 201309034 - Frá Ungmennafélagi Svarfdæla; Uppbygging á vallarsvæði UMFS á Dalvík.
Kristján Guðmundsson vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis kl. 10:54.
Heiða Hilmarsdóttir, varamaður Kristjáns, kom á fundinn undir þessum lið kl. 10:56.

Tekið fyrir erindi frá Ungmennafélagi Svarfdæla, bréf dagsett þann 22. september 2014, þar sem fram kemur að stjórn UMFS óskar eftir því að fá styrk frá Dalvíkurbyggð upp á allt að 2 m.kr.. Styrkurinn verði notaður til þess að láta gera nákvæma kostnaðaráætlun sem unnin yrði af verkfræðingum vegna fyrirhugaðra framkvæmda á íþróttasvæði félagsins. Fram kemur einnig að þegar kostnaðaráætlun liggur fyrir mun félagið óska eftir fjármagni því sem ætlað var til framkvæmdanna samkvæmt samþykkt byggðarráðs þann 18. október 2013, verði ráðstafað með öðrum hætti en samþykktin gerði ráð fyrir. Í meðfylgjandi bréfi sem sent var á hönnuði, dagsett þann 25. ágúst 2014, kemur meðal annars fram að óskað er eftir tilboði í hönnun á gervigrasfótboltavelli í fullri stærð.

Heiða vék af fundi undir þessum lið kl. 11:41.

Frestað til næsta fundar og byggðarráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir forsvarsmönnum UMFS á fund byggðaráðs kl. 15:00 þriðjudaginn 7, október n.k.

Kristján Guðmundsson kom inn á fundinn kl. 11:43.

Til umræðu ofangreint.
Kristján, Jónína Guðrún, Björn og Hildur Ösp viku af fundi kl. 15:40.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum styrk að upphæð allt að kr. 2.000.000 vegna jarðvegsathugunar sem er hluti af forathugunum og rannsóknum í tengslum við framtíðarhugmyndir um uppbyggingu UMFS á íþróttasvæði félagsins. Vísað á deild 06-80, þannig að í stað þess að lækka áætlun ársins 2014 um 40 m.kr. þá er lækkunin 38 m.kr.

Fram kemur í erindi frá UMFS, dagsett þann 20. september 2014, að þegar kostnaðaráætlun liggur fyrir mun félagið óska eftir að fjármagninu sem ætlað var til framkvæmda verði ráðstafað með öðrum hætti en fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2014-2017 gerði ráð fyrir. Í sama erindi kemur einnig fram í fylgigögnum að UMFS stefnir á gervigrasfótboltavöll í fullri stærð og að til dæmis verði hlaupabraut fyrir 100 metra hlaup, alls 4 brautir.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að fyrri ákvörðun byggðarráðs frá 18. október 2013, og staðfest af sveitarstjórn sem hluti af fjárhagsáætlun 2014-2017, um styrk vegna uppbyggingar á íþróttasvæði, þ.e. 1/2 gervigrasvöllur og 400 m hlaupabrautir, standi og þannig færist um eitt ár í fjárhagáætlun 2015-2018, þar sem ekki liggja fyrir nýrri og haldbærari upplýsingar að byggja á.

Er nýtt erindi berst verður tekin afstaða til þess byggð á nýjum upplýsingum og ákvörðun tekin í framhaldinu um ráðstöfun fjármagns og uppbyggingu og rekstur svæðisins í framtíðinni. Í þessu sambandi sem og öðrum er vert að hafa í huga að sveitarfélagið verður ávallt að horfa til þess hvort og hvert svigrúmið er þegar allur rekstur og fjárfestingar sveitarfélagsins koma saman heildstætt í fjárhagsáætlun. Samkvæmt tímaramma vegna vinnu við fjárhagsáætlun er á áætlun að leggja tillögu að frumvarpi að starfs- og fjárhagsáætlun 2015-2018 fyrir byggðarráð fimmtudaginn 23. október n.k.

2.Fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2015-2018.Tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun frá umhverfis- og tæknisviði.

Málsnúmer 201405176Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðarráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs og Ingvar Kristinsson, umsjónarmaður fasteigna, kl. 16:28.

Umsjónarmaður fasteignar kynnti tillögu að viðhaldsáætlun Eignasjóðs.

Ingvar vék af fundi kl. 17:48.

Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs kynnti tillögu að starfs- og fjárhagsáætlun 2015-2018 fyrir eftirtalda málaflokka og deildir:
07 Bruna- og öryggismál.
08 Hreinlætismál.
09 Skipulags- og byggingamál.
10 Samgöngu- og umferðarmál.
11 Umhverfismál.
13-20,13-21,13-22, landbúnðarmál.
31 Eignasjóður, rekstur.
32 Eignasjóður, framkvæmdir.

Bjarni vék af fundi kl. 18:39 til annarra starfa.
Börkur Þór vék af fundi kl. 19:22.
Lagt fram.

3.Hlutabréf í Tækifæri hf.

Málsnúmer 201312024Vakta málsnúmer

Á 710. fundi byggðarráðs þann 3. október 2014 var eftirfarandi bókað:

7. 201312024 - Hlutabréf í Tækifæri hf.
Á 685. fundi byggðarráðs þann 12. desember 2013 var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir erindi frá Tækifæri hf., bréf dagsett þann 3. desember 2013, þar sem fram kemur að KEA svf. hefur gert tilboð í eignarhluta fjögurra hluthafa í hluthafahópi Tækifæris hf. og nemur greiðslufjárhæð fyrir eignarhlutina 49,5% af nafnviðri þeirra. Dalvíkurbyggð er hér með boðið að nýta forkaupsrétt sinn að hlutabréfum Íslandsbanka hf., Arion banka hf., LBI hf og Glitnis hf. í hlutfalli við hlutafjáreign í félaginu.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að nýta sér ekki forkaupsréttinn.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að ræða við Tækifæri hf. um vilja byggðarráðs um sölu á eignarhlut sínum í Tækifæri hf.

Eignarhluti Dalvíkurbyggðar að nafnvirði er kr. 6.897.040. Bókfært virði eignarhuta Dalvíkurbyggðar samkvæmt ársreikningi 2013 er kr. 12.178.000.

Fyrir liggur að KEA er nú tilbúið að ganga frá kaupum á eignarhluta Dalvíkurbyggðar í Tækifæri á ofangreindum forsendum eða á kr. 3.414.035. Dalvíkurbyggð þyrfti því að afskrifa kr. 8.763.965.
Afgreiðslu frestað.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að ganga ekki að ofangreindu tilboði KEA í hlutfjárbréfaeign Dalvíkurbyggðar í Tækifæri hf, og leggur til við sveitarstjórn að Dalvíkurbyggð eigi hlut sinn áfram.

4.Frá Landsbyggðin lifir; Beiði um styrk vegna aðalfundar.

Málsnúmer 201409102Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Landbyggðin lifir, Björgvini Hjörleifssyni, er barst sveitarstjóra dagsett þann 15.09.2014. Óskað er eftir kr. 15.000 styrk vegna súpu og brauðs vegna aðalfundar sem haldinn var á Árskógsströnd 28. september s.l. Kostnaður við fundinn er áætlaður kr. 260.000, þarf af veitingar kr. 45.000.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindu erindi.

5.Frá 255. fundi umhverfisráðs þann 19.09.2014; Grundargata, 15 á Dalvík vegna sandfoks úr fjörunni.Varðar seinni málsgrein í samþykkt umhverfisráðs er snýr að árinu 2014.

Málsnúmer 201306068Vakta málsnúmer

Á 255. fundi umhverfisráðs þann 19. september 2014 var eftirfarandi bókað:
Með innsendu erindi dags. 27. ágúst 2014 óska eigendur Grundargötu 15, Dalvík þau Ari Jón Kjartansson og Elín Ása Hreiðarsdóttir eftir varanlegri lausn á því sandfoki sem er við húsið.
Umhverfisráð leggur til við byggðarráð að fjármunir verði tryggðir til verksins svo hægt verði að flytja sjóvarnargarð við Sandskeið utar í áföngum næstu árin.
Ráðið leggur til að þeir fjármunir sem ætlaðir eru á þessum lið verði nýttir til flutnings á sandi af umræddu svæði.
Afgreiðslu frestað og byggðarráð óskar eftir nánari upplýsingum frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs um ofangreinda framkvæmd og gildi hennar sem hluti af varanlegri lausn.

6.Starfs- og fjárhagsáætlun 2014; heildarviðauki II

Málsnúmer 201409069Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti drög að heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2014, sett fram í fjárhagsáætlunarlíkani. Heildarviðaukinn er í samræmi við þá viðauka sem samþykktir hafa verið í byggðarráði eftir 18. júní s.l.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindan heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2014, með áorðnum breytingum sem gerðar voru á fundinum.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa heildarviðaukanum til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

7.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; 818. fundur stjórnar.

Málsnúmer 201402022Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar 819. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 24. september 2014.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Varamaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.