Starfs- og fjárhagsáætlun 2014; heildarviðauki II

Málsnúmer 201409069

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 707. fundur - 11.09.2014

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir þá viðauka sem samþykktir hafa verið við fjárhagsáætlun 2014 það sem af er árs, fyrir utan þau mál á dagskrá þessa fundar.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að ofangreindir viðaukar fari inn í heildarviðauka við fjárhagsáætlun 2014, sbr. fyrri samþykktir um viðkomandi viðauka.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að lækka áætlun deildar 06-80 um 40,0 m.kr með viðauka,þar sem styrkur til UMFS vegna 1/2 gervigrasvallar er ósóttur.

Guðmundur vék af fundi kl. 10:49 undir þessum lið.

Byggðaráð - 710. fundur - 07.10.2014

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti drög að heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2014, sett fram í fjárhagsáætlunarlíkani. Heildarviðaukinn er í samræmi við þá viðauka sem samþykktir hafa verið í byggðarráði eftir 18. júní s.l.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindan heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2014, með áorðnum breytingum sem gerðar voru á fundinum.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa heildarviðaukanum til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.