Erindi Íbúðalánasjóðs til sveitarstjórnar

Málsnúmer 201706053

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 825. fundur - 15.06.2017

Tekið fyrir erindi ÍLS þar sem óskað er eftir viðræðum um möguleg kaup sveitarfélagsins á fasteignum í eigu sjóðsins innan sveitarfélagsins.
Byggðarráð felur Bjarna Th. Bjarnasyni sveitarstjóra að vera í samskiptum við Íbúðalánasjóð um eignir sjóðsins í Dalvíkurbyggð.

Byggðaráð - 826. fundur - 06.07.2017

Á 825. fundi byggðaráðs þann 15. júní 2017 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi ÍLS þar sem óskað er eftir viðræðum um möguleg kaup sveitarfélagsins á fasteignum í eigu sjóðsins innan sveitarfélagsins.
Byggðarráð felur Bjarna Th. Bjarnasyni sveitarstjóra að vera í samskiptum við Íbúðalánasjóð um eignir sjóðsins í Dalvíkurbyggð."

Sveitarstjóri gerði grein fyrir samskiptum sínum við Íbúðalánasjóð og þeim upplýsingum sem hann hefur aflað.
Byggaðráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna boði um viðræður um þann möguleika að kaupa eignir sjóðsins áður en þær verða boðnar til sölu á almennum markaði.
Byggðaráð vill nota tækifærið til að minna Íbúðalánasjóð á, sem og aðra fasteignaeigendur í sveitarfélaginu, þær skyldur sem þeir bera hvað varðar viðhald húss og lóða í sinni eigu.