Frá UT_teymi; Tíma- og viðveruskráningarkerfi - endurnýjun

Málsnúmer 201703089

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 816. fundur - 30.03.2017

Tekið fyrir erindi dagsett þann 28. mars 2017, frá sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs fyrir hönd UT-teymis sveitarfélagsins þar sem lagt er til að samið verði við Advania um nýtt tíma- og viðveruskráningarkerfi, Vinnustund, á grundvelli þeirra gagna sem liggja fyrir.



Gert er ráð fyrir í starfs- og fjárhagsáætlun 2017 endurnýjun á tíma- og viðveruskráningarkerfi.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gengið verði til samninga við Advania um innleiðingu á Vinnustund.

Byggðaráð - 820. fundur - 04.05.2017

Tekið fyrir erindi frá Advania dags. 26.04.2017 vegna samnings um viðveruskráningarkerfið Vinnustund.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum samninginn.