Byggðaráð

658. fundur 28. febrúar 2013 kl. 08:15 - 12:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Kristján Hjartarson Formaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varaformaður
  • Óskar Óskarsson Varamaður
  • Jóhann Ólafsson Áheyrnarfulltrúi
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Bæjarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Björn Snorrason boðaði forföll og Óskar Óskarsson varamaður mæti í hans stað.

1.Frá félagsmálasviði og sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Leiga og sala á íbúðum í eigu Dalvíkurbyggðar; staða mála.

Málsnúmer 201302122Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Arnheiður Hallgrímsdóttir, starfsmaður félagsmálasviðs.

Arnheiður og Guðrún Pálína fóru yfir yfirlit sem sýnir stöðu mála hvað varðar leigu og sölu á íbúðum í eigu Dalvíkurbyggðar.

Allar íbúðir Dalvíkurbyggðar eru í dag í útleigu.
18 íbúðir á Dalvík og 15 íbúðir á Árskógsströnd.

10 íbúðir eru nú á söluskrá.

Arnheiður vék af fundi.



2.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Liðsstyrkur.

Málsnúmer 201302103Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga og Runólfi Ágústssyni, verkefnastjóra hjá Vinnumálastofnun, dagsett þann 25. febrúar 2013, þar sem sveitarfélagið er hvatt til þess að taka þátt í sameiginlegu atvinnuátaksverkefni sveitarfélaga, ríkis, atvinnurekenda og stéttarfélaga undir heitinu Liðsstyrkur.

Fram kemur að það er hagur sveitarfélagsins að skrá störf í starfabankann fyrir lok mars, ætli þau sér að vera með í átaksverkefninu.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að ofangreint erindi verði kynnt stjórnendum hjá Dalvíkurbyggð.

3.Frá Menningarfélaginu Bergi ses; Breytingar í Bergi-Skápur og vinnuborð fyrir bókasafn.Til afgreiðslu í byggðaráði.

Málsnúmer 201302076Vakta málsnúmer

Jóhann Ólafsson kom á fundinn undir þessum lið kl. 09:09.
Óskar Óskarsson kom á fundinn undir þessum lið kl. 09:12.

Tekið fyrir erindi frá Menningarfélaginu Bergi ses., dagsett þann 20. febrúar 2013, þar sem fram kemur að fyrirhugaðar eru breytingar á eldhúsi í Bergi þar sem stækka á eldhúsið inn í fyrrum skrifstofu bókasafns. Skrifstofa bókasafns hefur nú þegar verið flutt upp á efri hæð Bergs í skrifstofurými sem þar er til staðar. Að ósk fyrrum fostöðumanns bókasafnsins var ákveðið að setja upp skáp fyrir geymslu á ýmsum búnaði tengdum bókasafninu. Auk skápsins hefur bæst við vinnuborð að ósk núverandi forstöðumanns bókasafnsins.

Nú liggur fyrir tilboð frá iðnaðarmönnum og þá kemur í ljós að kostnaður við verkið er mun meiri en reiknað var með í upphafi.

Framkvæmdastjóri Menningarfélagsins Bergs ses. óskar eftir aukafjárframlagi til bókasafnsins eða til Menningarfélagsins Bergs vegna skáps og vinnuborðs bókasafnsins, að upphæð 370.000 kr. samkvæmt sundurliðuðu tilboði frá Tréverki.






Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka við fjárhagsáætlun 2013 að upphæð kr. 370.000, vísað á málaflokka 31.

4.Frá Rigg ehf.; Saga Eurovision - styrkbeiðni.Til afgreiðslu í byggðaráði.

Málsnúmer 201302078Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Rigg ehf., rafpóstur dagsettur þann 21. febrúar 2013, þar sem Friðrik Ómar Hjörleifsson fyrir hönd Rigg ehf. og Eurobandsins óskar eftir að bæjarráð styðji við fyrirhugaða tónleika "Saga Eurovision" í Íþróttamiðstöðinni á Dalvík 21. apríl n.k. með þeim hætti að legga til húsnæðið.

Fram kemur að Saga Eurovision er tónleikasýning sem mun fara um landið í lok aprí/maí árið 2013. Eurobandið ásamt Friðriki Ómari, Selmu Björnsdóttur og Regínu Ósk fara yfir sögu Eurovisionkeppninnar í tali og tónum.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir frekari upplýsingum og felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að fá upplýsingar í samræmi við umræður á fundinum.

5.Frá Fjallabyggð; Skipulag heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi.

Málsnúmer 201302095Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Fjallabyggð, dagsett þann 20. febrúar 2013, þar sem fram kemur að bæjarráð Fjallabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 19. febrúar 2013 drög að sameiginlegu bréfi bæjarstjóra Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar til velferðarráðherra.
Lagt fram.

6.Frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra; fundargerðir frá 7. nóvember, 4. desember og 6. febrúar s.l.

Málsnúmer 201302121Vakta málsnúmer

Lagt fram.

7.Frá framkvæmdastjóra Skíðafélags Dalvíkur og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa; Rekstur skíðasvæðisins; staða mála.

Málsnúmer 201302128Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Sigurgeir Birgisson, framkvæmdastjóri Skíðafélags Dalvíkur, Árni Jónsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, og Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs.

Til umræðu staða mála hvað varðar rekstur og starfsemi skíðasvæðisins.

Sigurgeir, Árni og Hildur Ösp viku af fundi.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Nefndarmenn
  • Kristján Hjartarson Formaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varaformaður
  • Óskar Óskarsson Varamaður
  • Jóhann Ólafsson Áheyrnarfulltrúi
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Bæjarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs