Frá Menningarfélaginu Bergi ses; Breytingar í Bergi-Skápur og vinnuborð fyrir bókasafn.Til afgreiðslu í byggðaráði.

Málsnúmer 201302076

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 658. fundur - 28.02.2013

Jóhann Ólafsson kom á fundinn undir þessum lið kl. 09:09.
Óskar Óskarsson kom á fundinn undir þessum lið kl. 09:12.

Tekið fyrir erindi frá Menningarfélaginu Bergi ses., dagsett þann 20. febrúar 2013, þar sem fram kemur að fyrirhugaðar eru breytingar á eldhúsi í Bergi þar sem stækka á eldhúsið inn í fyrrum skrifstofu bókasafns. Skrifstofa bókasafns hefur nú þegar verið flutt upp á efri hæð Bergs í skrifstofurými sem þar er til staðar. Að ósk fyrrum fostöðumanns bókasafnsins var ákveðið að setja upp skáp fyrir geymslu á ýmsum búnaði tengdum bókasafninu. Auk skápsins hefur bæst við vinnuborð að ósk núverandi forstöðumanns bókasafnsins.

Nú liggur fyrir tilboð frá iðnaðarmönnum og þá kemur í ljós að kostnaður við verkið er mun meiri en reiknað var með í upphafi.

Framkvæmdastjóri Menningarfélagsins Bergs ses. óskar eftir aukafjárframlagi til bókasafnsins eða til Menningarfélagsins Bergs vegna skáps og vinnuborðs bókasafnsins, að upphæð 370.000 kr. samkvæmt sundurliðuðu tilboði frá Tréverki.






Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka við fjárhagsáætlun 2013 að upphæð kr. 370.000, vísað á málaflokka 31.