Frá Rigg ehf.; Saga Eurovision - styrkbeiðni.Til afgreiðslu í byggðaráði.

Málsnúmer 201302078

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 658. fundur - 28.02.2013

Tekið fyrir erindi frá Rigg ehf., rafpóstur dagsettur þann 21. febrúar 2013, þar sem Friðrik Ómar Hjörleifsson fyrir hönd Rigg ehf. og Eurobandsins óskar eftir að bæjarráð styðji við fyrirhugaða tónleika "Saga Eurovision" í Íþróttamiðstöðinni á Dalvík 21. apríl n.k. með þeim hætti að legga til húsnæðið.

Fram kemur að Saga Eurovision er tónleikasýning sem mun fara um landið í lok aprí/maí árið 2013. Eurobandið ásamt Friðriki Ómari, Selmu Björnsdóttur og Regínu Ósk fara yfir sögu Eurovisionkeppninnar í tali og tónum.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir frekari upplýsingum og felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að fá upplýsingar í samræmi við umræður á fundinum.

Byggðaráð - 659. fundur - 21.03.2013

Á 658. fundi byggðarráðs var þann 28. febrúar 2013 var tekið fyrir erindi frá Rigg ehf, rafpóstur dagsettur þann 21. febrúar 2013, þar sem Friðrik Ómar Hjörleifsson fyrir hönd Rigg ehf. og Eurobandsins óskar eftir að bæjarráð styðji við fyrirhugaða tónleika "Saga Eurovision" í Íþróttamiðstöðinni á Dalvík 21. apríl n.k. með þeim hætti að legga til húsnæðið.

Fram kemur að Saga Eurovision er tónleikasýning sem mun fara um landið í lok aprí/maí árið 2013. Eurobandið ásamt Friðriki Ómari, Selmu Björnsdóttur og Regínu Ósk fara yfir sögu Eurovisionkeppninnar í tali og tónum.

Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir frekari upplýsingum og felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að fá upplýsingar í samræmi við umræður á fundinum.

Samkvæmt rafpósti frá Rigg ehf. til íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsettur þann 28. febrúar 2013, kemur m.a. fram að miðaverð er kr. 3.900 fyrir fullorðna og kr. 2.000 fyrir börn og Eyþór Ingi og Matthías Matthíasson munu taka þátt í sýningunni á Dalvík en ekki á öðrum stöðum.

Samkvæmt upplýsingum frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa er salarleigan kr. 135.000 fyrir einn sólarhring.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdu einnig hugmyndir að forsendum fyrir mögulegum stuðningi Dalvíkurbyggðar við tónleikana.

Byggðarráð samþykkir með 2 atkvæðum styrk á móti leigu að upphæð kr. 135.000 á þeim forsendum að tónleikarnir eru samstarf Júróbandsins og Dalvíkurbyggðar   sem og þessi tónleikar á Dalvík skera sig úr vegna þátttöku Eyþórs Inga og Matthíasar.