Byggðaráð

742. fundur 20. ágúst 2015 kl. 13:00 - 15:48 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Málefni Húsabakka

Málsnúmer 201503150Vakta málsnúmer

Á 741. fundi byggðaráðs þann 6. ágúst s.l. var eftirfarandi bókað:

"Lagt fram minnisblað undirritað af sveitarstjóra og framkv.stjóra Húsabakka ehf. auk þess lagt fram svar fjármálaráðuneytis vegna fyrirspurnar Dalvíkurbyggðar um eignarhluta ríkisins og ýmis praktísk atriði.

Niðurstaða Byggðaráð felur sveitarstjóra að fylgja málinu áfram gagnvart ríkinu og Húsabakka ehf. í samræmi við umræður á fundinum. "



Til umræðu ofangreint.

Lagt fram til kynningar.

2.Fjárhagsáætlun 2016-2019; Forsendur með fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201508033Vakta málsnúmer

a) Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti samantekt er inniheldur forsendur Dalvíkurbyggðar vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2016-2019, almennar og sértækar forsendur, sem er hluti af vinnugögnum með starfs- og fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar.



b) Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti erindi frá íþrótta - og æskulýðsfulltrúa, móttekið þann 19. ágúst 2015, er varðar tillögu að breyttu skráningarfyrirkomulagi Vinnuskóla Dalvíkurbyggðar. Lagt er til að kostnaður við 60% af kostnaði við vinnuskóla (þ.e. laun nemenda og flokkstjóra) verði seldur út til þeirra aðila sem njóta þjónustu vinnuskólans. Þar eru opin svæði stærsti aðilinn. Hin 40% er hugsað sem kostnaður við skólann, námskeið flokkstjóra, nemenda sem og starfsþjálfun nemenda.





Skipting á 60% hluta stofnana og opinna svæða (8.460.000) yrði þá eftirfarandi og gera þarf á viðeigandi tilfærslur á samþykktum fjárhagsramma fyrir árið 2016:

Kátakot
1,5%
126.900

Krílakot
1,5%
126.900

Tónlistarskóli
1,0%
84.600

Sundlaug
2,0%
169.200

Hvoll
1,0%
84.600

Árskógarskóli
1,5%
126.900

Dalvíkurskóli
1,5%
126.900

Opin svæði
90,0%
7.614.000



a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum forsendur með fjárhagsáætlun eins og þær liggja fyrir með þeirri breytingu að laun kjörinna fulltrúa vegna funda og ráðstefna vegna heils dags verða kr. 25.000 og laun vegna 1/2 dags verða kr. 15.000. Framvegis taki þessi liður hækkun skv. launavísitölu eða fyrst frá 1.1.2017.

b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu íþrótta- og æskulýðsfulltrúa eins og hún liggur fyrir.

3.Frá íþrótta - og æskulýðsfulltrúa; Ósk um heimild til sölu á Mitsubishi L200 biðfreið Vinnuskóla Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201508017Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, bréf dagsett þann 12. ágúst 2015, þar sem óskað er eftir leyfi og umboði til að selja Mitsubishi L200 bifreið vinnuskólans með fastanúmerinu YG-203. Bifreiðin hefur verið tekin úr notkun og númer lögð inn. Bifreiðin er árgerð 1991 og hefur ekki verið notuð síðan haust 2014. Ef heimild fæst yrði bifreiðin auglýst til sölu á heimasíðu Dalvíkurbyggðar og óskað eftir tilboðum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að veita íþrótta- og æskulýðsfulltrúa heimild og umboð til að auglýsa og selja ofangreinda bifreið.

4.Frá fjármála- og stjórnsýslusviði; Leiðbeiningar varðandi gjafir til fyrirtækja og félaga.

Málsnúmer 201406080Vakta málsnúmer

Á 732. fundi byggðaráðs þann 22. apríl 2015 var eftirfarandi bókað:

"Á 1. fundi atvinnumála- og kynningaráðs þann 10. júlí 2014 var eftirfarandi bókað: "Að gefnum tilefnum kom til umræðu hvort ástæða væri til að Dalvíkurbyggð setti sér vinnureglur varðandi gjafir til fyrirtækja og félaga, t.d. vegna stórafmæla. Sviðsstjóri upplýsti að almennt virðist vera að sveitarfélög hafi ekki sett sér slíkar reglur með formlegum hætti. Til umræðu ofangreint. Frekari umfjöllun frestað til næsta fundar. " Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að móta drög að reglum hvað varðar viðmið áfangagjafa til fyrirtækja og félaga og hafa til hliðsjónar það sem tíðkast hefur í þessum efnum á undanförnum árum. "



Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög að leiðbeiningum hvað varðar gjafir til fyrirtækja og félaga.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar leiðbeiningar eins og þær liggja fyrir.

5.Frá Myntu ehf.; Kynning á innheimtuhugbúnaði

Málsnúmer 201506110Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá viðskiptastjóra hjá Myntu innheimtuhugbúnað og þjónustu, dagsett þann 13. ágúst s.l., þar sem óskað er eftir því að kynna fyrir Dalvíkurbyggð þær þjónustleiðir sem standa til boða til hagræðingar og sveigjanleika fyrir sveitarfélagið.



Lagt fram til kynningar.

6.Umhverfisráð - 266, frá 06.08.2015.

Málsnúmer 1507003Vakta málsnúmer

  • Til kynningar Umhverfisráð - 266 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umrætt leyfi. Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.
  • Til afgreiðslu umsókn um stofnun frístundalóðar úr landi Skáldalækjar - Ytri samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 266 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að stofna lóðina. Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.
  • Til kynningar umsögn byggingarfulltrúa vegna Fiskidagsins mikla 2015. Umhverfisráð - 266 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umrætt leyfi. Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs, Guðmundur St. Jónsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.
  • Til kynningar umsögn byggingarfulltrúa vegna rekstraleyfis Kondóbars. Umhverfisráð - 266 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umrætt leyfi.
  • Til umræðu æfingasvæði fyrir mótorcross Umhverfisráð - 266 Umhverfisráð felur sviðsstjóra og formanni ráðsins að funda með stjórn félagsins og í framhaldi af því að gera samning um svæðið og það deiliskipulagt.
  • Til afgreiðslu umsókn um byggingarleyfi vegna niðurrifs á Hinriksmýri, Árskógsströnd. Umhverfisráð - 266 Umhverfisráð tekur undir álit minjavarðar Norðurlands eystra, en þar segir meðal annars " Eftir að hafa kynnt sér sögu hússins og skoðað það á vetvangi, telur Minjastofnun Íslands að húsið sé mjög varðveisluvert. Minjastofnun mælist til þess að húsinu verði fundið hlutverk og endurnýjað í samræmi við byggingarsögu þess. Ef ekki reynist unnt að varðveita það á sínum stað, þá mætti flytja það á hentugri stað til endurbyggingar og nýtingar ".
    Umhverfisráð hvetur umsækjanda til að leita allra leiða til að koma í veg fyrir að húsið verði rifið. Lagt er til að húsið verði auglýst til sölu/flutnings og eða endurbyggingar á staðnum. Á næsta fundi ráðsins óskar ráðið eftir greinagerð frá eiganda um stöðu málsins.
  • Umsókn um byggingarleyfi vegna hesthúss á Skeiði. Umhverfisráð - 266 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umbeðið leyfi og felur sviðsstjóra að afgreiða umsóknina. Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.
  • Umsókn um breytta notkun á bílgeymslu að Goðabraut 24, Dalvík samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 266 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umbeðið leyfi með fyrirvara um samþykki Heilbrigðiseftirlits Norðurlands. Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs.


    Enginn tók til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu.

Fundi slitið - kl. 15:48.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs