Byggðaráð

754. fundur 16. október 2015 kl. 11:30 - 13:53 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Guðmundur St. Jónsson boðaði forföll og varamaður hans, Valdís Guðbrandsdóttir, mætti í hans stað.

1.Fjárhagsáætlun 2016-2019; allt það sem út af stendur.

Málsnúmer 201505134Vakta málsnúmer

a) Beiðnir um búnaðarkaup.



Áframhald yfirferðar yfir beiðnir um búnaðarkaup.



b) Málaflokkur 00; Skatttekjur.



Farið yfir tillögu að áætlun skatttekna í Málaflokki 00.



c) Þriggja ára áætlun; rekstur og fjárfestingar.



Farið yfir þær tillögur og hugmyndir sem fram koma í starfsáætlunum fagsviða vegna áranna 2017-2019.



d) Beiðnir um viðauka við fjárhagsramma.



Farið yfir þær beiðnir um viðauka við fjárhagsramma sem liggja fyrir.



e) Annað sem út af stendur.



e) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að settar verði kr. 150.000 inn á fjárhagsáætlun 2016 vegna vinnuhóps vegna merkinga og skilta.



2.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201504045Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

3.Boð á stofnfund Soroptimistaklúbbs Tröllaskaga

Málsnúmer 201510035Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Jónínu Magnúsdóttur, formaður undirbúningshóps stofnfundar Soroptimistaklúbbs Tröllaskaga, en stofnfundur verður í Menntaskólanum á Tröllaskaga kl. 17:00 en hátíðarkvölderður í Tjarnarborg kl. 19:00. Með bréfi þessum er fulltrúa frá Dalvíkurbyggð boðið til hátíðarkvöldverðar. Soroptimistaar eru aðalþjóðleg samtök sem stuðla að velferð stúlkna og kvenna með fjölþjóðlegu tengslaneti og verkefnum sem styðja m.a. við menntun og eflingu leiðtogahæfni þeirra.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Valdís Guðbrandsdóttir verði fulltrúi Dalvíkurbyggðar, ef hún hefur tök á.

4.Frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands; Ágóðahlutagreiðsla 2015.

Málsnúmer 201510036Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands, dagsett þann 6. október 2015, þar sem fram kemur að á aðalfundi fulltrúaráðs EBÍ sem haldinn var 23. september s.l. var samþykkt að greiða 50 m.kr. af hagnaði félagsins til aðildarfélaganna í formi ágóðahlutar. Hlutdeild Dalvíkurbyggðar í Sameignarsjóði EBÍ er 1,684% og greiðsla ársins þann 16. október n.k. verður þá kr. 842.000.
Lagt fram til kynningar.

5.Frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands; Fundargerð fulltrúaráðs EBÍ 2015

Málsnúmer 201510018Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi fundargerð aðalfundar fulltrúaráðs EBÍ frá 23. september s.l.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 13:53.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs