Byggðaráð

698. fundur 15. maí 2014 kl. 08:15 - 11:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Kristján Hjartarson Formaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varaformaður
  • Óskar Óskarsson Aðalmaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Áheyrnarfulltrúi
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Jóhann Ólafsson boðaði forföll og varamaður hans Anna Guðný Karlsdóttir mætti á fundinn í hans stað.

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201405058Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, á fund byggðarráðs kl. 8:15.

Bókað í trúnaðarmálabók.

2.Frá félagsmálaráði; Lóðasláttur - reglur o.fl.

Málsnúmer 201311270Vakta málsnúmer

Á 176. fundi félagsmálaráðs þann 11. mars 2014 var eftirfarandi bókað:
Umræður voru um framkvæmd á lóðarslætti og reglur um niðurgreiðslur í sveitarfélaginu.
Félagsmálaráð óskar eftir frekari umræðu um málið í Byggðaráði og óskar eftir því að félagsmálastjóri fylgi málinu eftir.


Á 178. fundi félagsmálaráðs þann 14. maí 2014 var eftirfarandi bókað:
Félagsmálastjóri fór yfir drög að reglum um niðurgreiðslu á lóðaslætti til elli- og örorkulífeyrisþega, fjölda einstaklinga sem fékk slátt árið 2013, upplýsingar um verktaka og greiðslur á lóðaslætti árið 2014 sem og skiptingu 400.000 króna áætlaðri niðurgreiðslu sbr. 678 fund byggðarráðs.

Félagsmálaráð vísar reglum og hugmyndum um gjaldskrá til byggðarráðs til umfjöllunar.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdu reglur um félagslega heimilisþjónustu á vegum Dalvíkurbyggðar með tillögu að breytingum, VI. kafli Niðurgreiðsla á lóðaslætti; 13. og 14. gr.

Einnig fylgdi með samantekt vegna lóðarsláttar sumarið 2013.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að niðurgreiðsla sveitarfélagsins á hvern slátt verði að hámarki kr. 5.000 árið 2014.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að setja kr. 1.300.000 til viðbótar vegna þessa á fjárhagsáætlun, deild 02-15, og vísar þessu til gerðar heildarviðauka.

3.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201404018Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

Eyrún vék af fundi kl. 9:16.

4.Frá Markaðsstofu ferðamála; aðalfundarboð.

Málsnúmer 201405066Vakta málsnúmer

Tekið fyrir rafbréf frá Markaðsstofu Norðurlands, dagsett þann 6. maí 2014, þar sem boðað er til aðalfundar fyrir árið 2013 þriðjudaginn 20. maí n.k. kl. 10:00 á Hótel KEA.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að upplýsingafulltrúi sæki fundinn og fari með umboð sveitarfélagsins á fundinum.

5.Frá 250. fundi umhverfisráðs; Erindi frá Björgunarsveitinni Dalvík; Umsókn um styrk.

Málsnúmer 201404130Vakta málsnúmer

Á 250. fundi umhverfisráðs þann 7. maí 2014 var eftirfarandi bókað:
Með rafpósti dags. 29.04.2014 óskar Haukur Gunnarsson fyrir hönd Björgunarsveitarinnar Dalvík eftir styrk vegna námskeiðs.
Umhverfisráð þykir miður að geta ekki orðið við umbeðnum styrk þar sem ráðið hefur ekki heimild til að veita styrki, en vísar umsókninni áfram til íþrótta- og æskulýðsráðs og byggðarráðs með von um jákvæðar undirtektir þaðan.
Haukur Arnar Gunnarsson vék af fundi undir þessum lið.

Fram kom á fundi byggðarráðs að styrkur árið 2014 til Björgunarsveitarinnar er kr. 4.800.000 samkvæmt samningi.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu og óska eftir frekari gögnum og upplýsingum um þetta verkefni í samræmi við reglur sveitarfélagsins um styrkveitingar almennt.

6.Fjárhagsrammi 2015; tillaga

Málsnúmer 201405105Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynntu drög að tillögu hvað varðar fjárhagsramma fyrir árið 2015.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu að fjárhagsramma 2015 eins og hún liggur fyrir og vísar fjárhagsramma 2015 til afgreiðslu sveitarstjórnar.

7.Frá verkefnisnefnd um framtíðarrekstur Sundskála Svarfdæla.

Málsnúmer 201302115Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi tillagar nefndar um framtíðarrekstur Sundskálans í Svarfaðardal. Eftirtaldir eru í nefndinni:

Kristján Hjartarson
Sólveig Sigurðardóttir
Símon Jóhannes Ellertsson
Dagbjört Sigurpálsdóttir
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Dalvíkurbyggðar.

Nefndin hefur starfað frá febrúar 2013.

Tillögurnar eru tvíþættar:
a)Að koma Sundskálanum i ásættanlegt ástand sem er áætlað að kosti kr. 9.200.000 og verði framkvæmt á árunum 2014 - 2016.

b.1)Lagt er til að skilgreiningu á Sundskálanum verði breytt úr flokki A í flokk C og sótt um að hann verði skráður sem náttúrulaug.
b.2.)Lagt er til að gengið verði til samninga við áhugasaman aðila um rekstur Sundskálans til næstu tveggja ára. Að þeim tíma liðnum verði hann endurskoðaður og metið hvernig til hafi tekist.
b.3.) Tvær leiðir eru færar í því að útvista rekstrinum; annað hvort að leigja bygginguna út eða selja hana með skilyrti notkun.
b.4.) Lagt er til að til þess aðila sem tekur að sér rekstur Sundskálans verði greitt kr. 4.000.000 á ári.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar tillögur.

Fundi slitið - kl. 11:15.

Nefndarmenn
  • Kristján Hjartarson Formaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varaformaður
  • Óskar Óskarsson Aðalmaður
  • Anna Guðný Karlsdóttir Áheyrnarfulltrúi
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs