Frá Tækifæri hf.; Hlutabréf í Tækifæri hf

Málsnúmer 201602031

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 768. fundur - 18.02.2016

a) Tekið fyrir erindi frá Tækifæri hf., dagsett þann 2. febrúar 2016, þar sem fram kemur að KEA svf. hefur gert tilboð í eignarhluta Akureyrarkaupstaðar og sveitarfélagið hefur tekið tilboðinu.



Dalvíkurbyggð er hér með boðið að nýta forkaupsrétt sinn í hlutfalli við hlutafjáreign sína í félaginu. Frestur til að ganga inn í tilboðið er til 1. apríl 2016.



b) Tekið fyrir erindi frá KEA svf., bréf dagsett þann 2. febrúar 2016, þar sem meðfylgjandi er kauptilboð í hlut Dalvíkurbyggðar í Tækifæri á sömu kjörum og viðskipti við Akureyrarkaupstað eru byggð á.



Samkvæmt ársreikningi Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2014 var eignarhluti Dalvíkurbyggðar í Tækifæri hf. 1,1% að nafnvirði kr. 6.897.000 en bókfært verð kr. 12.178.000.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Dalvíkurbyggð nýtir sér ekki forkaupsréttinn.

b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna tilboðinu.

Byggðaráð - 773. fundur - 14.04.2016

Tekið fyrir erindi frá Tækifæri hf., bréf dagsett þann 29. mars 2016, þar sem fram kemur að KEA svf. hefur gert tilboð í eignarhluta 16 hluthafa og hafa þeir tekið tilboðinu. Dalvíkurbyggð er boðið að nýta forkaupsrétt sinn í umræddum hlutabréfum í hlutfalli við hlutafjáreign sveitarfélagsins í Tækifæri hf. Frestur til að ganga inn í tilboðið er til 29. maí 2016.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Dalvíkurbyggð nýti sér ekki forkaupsréttinn skv. ofangreindu.