Beiðni um styrk til kaupa hjartahnoðstækis

Málsnúmer 201604074

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 773. fundur - 14.04.2016

Kristján Guðmundsson vék af fundi undir þessum lið kl. 14:10 vegna vanhæfis.



Kristján Guðmundsson sat fundinn undir þessum lið sem gestur.



Tekið fyrir erindi frá sjúkraflutningamönnum á Dalvík, Lions klúbbnum Sunnu og læknum HSN Dalvík, bréf dagsett þann 13. apríl 2016, þar sem fram kemur að sjúkraflutningamenn á Dalvík ásamt læknum HSN á Dalvík ákváðu að hrinda af stað fjársöfnun til kaupa á hjartahnoðtæki. Leitað var til Lionsklúbbsins Sunnu sem tók vel í samstarf um þetta verkefni. Nú þegar hafa tveir aðilar sýnt því áhuga að styrkja verkefnið. Fram kemur að að hjartahnoðtæki eru dýr og heildarverð tækisins ásamt auka rafhlöðu er kr. 2.541.163. Hjálagður er upplýsingabæklingur um tækið.



Bréfritarar fara þess á leit við Dalvíkurbyggð að sveitarfélagið styrki þetta verkefni með kr. 1.500.000.



Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að veita styrk allt að 1,0 m.kr. en leggur áherslu á áframhaldandi fjársöfnun.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum viðauka við deild 03-20 og á móti til lækkunar á eigið fé.