Ákvörðun um útsvarsprósentu 2016

Málsnúmer 201511048

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 758. fundur - 12.11.2015

Til umræðu ákvörðun útsvarsprósentu 2016.



Útsvarsprósenta 2015 er 14,52%.



Með fundarboði byggðaráðs fylgdi eftirfarandi tillaga til sveitarstjórnar:

"Miðað er við að útsvarshlutfall fyrir árið 2016 verði hámarksútsvar, þ.e. 14,48% af útsvarsstofni, að viðbættri hækkun sem kveðið verður á um í lögum um tekjustofna sveitarfélaga á grundvelli fyrirhugaðs samkomulags milli ríkis og sveitarfélaga um endurmat á yfirfærslu þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga."







Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu til sveitarstjórnar.