Byggðaráð

1104. fundur 23. apríl 2024 kl. 13:15 - 15:01 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Selárland - uppbyggingarsvæði

Málsnúmer 202308038Vakta málsnúmer

Á 367. fundi sveitarstjórnar þann 19. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1099. fundi byggðaráðs þann 7. mars sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1098. fundi byggðaráðs þann 29. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1097. fundi byggðaráðs þann 22. febrúar sl. var m.a. eftirfarandi bókað: "Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti um stöðu mála hvað varðar drögin að viljayfirlýsingunni. Ábendingar og athugasemdir hafa komið frá forsvarsmönnum Ektabaða ehf. og það eru nokkur atriði sem þarf að fara í gegnum og ræða.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar og áfram verður unnið að málinu." Með fundarboði byggðarráðs fylgdu drög að ofangreindri viljayfirlýsingu með breytingartillögum frá forsvarsmönnum Ektabað ehf. Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerðu grein fyrir fundi með bæjarlögmmani þar sem farið var þær breytingar sem lagðar eru til ásamt yfirferð skipulagsfulltrúa. Á fundinum var farið yfir drög að viljayfirlýsingunni með tillögum Dalvíkurbyggðar að breytingum við tillögum forsvarsmanna Ektabaða ehf. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að senda forsvarsmönnum Ektaböðum ehf. viljayfirlýsinguna til yfirferðar eins og hún liggur fyrir með ábendingum sem komu fram á fundi byggðaráðs. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir fundi með forsvarsmönnum Ektabaða ehf. þar sem farið verði yfir viljayfirlýsinguna í sameiningu." Á fundinum var kynntur rafpóstur frá Helga Jóhannessyni, lögmanni fyrir hönd Ektabaða ehf., dagsettur þann 6 mars sl., þar sem meðfylgjandi er ofangreind viljayfirlýsingu með breytingartillögum Ektabaða ehf. Ektaböð ehf. sjá fyrir sér að næstu skref ættu að vera sameiginlegur fundur framkvæmdaaðila og Dalvíkurbyggðar til að fínpússa viljayfirlýsinguna.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að finna fundartíma í næstu viku."Niðurstaða:Til máls tók: Freyr Antonsson, forseti sveitarstjórnar, sem leggur til að þessu máli verði áfram vísað til byggðaráðs til frekari vinnslu og með heimild til fullnaðarafgreiðslu Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi nýjustu drög að viljayfirlýsingunni á milli Dalvíkurbyggðar og Ektabaða ehf. vegna uppbyggingarsvæðis ofan Hauganess.

Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar.

2.Almannavarnir - fyrirkomulag, viðbragðsáætlanir o.fl.

Málsnúmer 202404072Vakta málsnúmer

Almennt til umræðu viðbragðsáætlanir og öryggisáætlanir tengt sveitarfélaginu og hlutverk Almannavarnarnefndar Eyjafjarðar um aðkomu að slíkum áætlanum annars vegar og sveitarfélagsins hins vegar. Einnig rætt um áhættumat og áhættuþol.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að setja sig í samband við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra um ofangreint til að fá skýrar línur um þessi mál.

3.Frá Óbyggðanefnd; Þjóðlendumál - eyjar og sker

Málsnúmer 202402058Vakta málsnúmer

Á 1096. fundi byggðaráðs þann 15. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir póstur frá Óbyggðanefnd, dagsett þann 12. febrúar sl, sem sendur er í upplýsingaskyni til sveitarfélaga sem liggja að sjó. Fram kemur að Fjármála- og efnahagsráðherra hefur fyrir hönd íslenska ríkisins afhent óbyggðanefnd kröfur um þjóðlendur á svæði 12 sem nefnist "eyjar og sker" og tekur til landsvæða innan landhelginnar en utan meginlandsins. Um er að ræða sautjánda og síðasta svæðið sem óbyggðanefnd tekur til meðferðar. Upplýst er um kröfugerð íslenska ríkisins og málsmeðferð. Óbyggðanefnd kallar nú eftir kröfum þeirra sem kunna að eiga öndverðra hagsmuna að gæta. Kröfum skal lýst skriflega í síðasta lagi 15. maí 2024. Að lokinni gagnaöflun og rannsókn á eignarréttarlegri stöðu svæðanna úrskurðar óbyggðanefnd um framkomnar kröfur. Kröfulýsingarnar í heild eru birtar á vefsíðu óbyggðanefndar: https://obyggdanefnd.is/til_medferdar/ Niðurstaða:Lagt fram til kynningar."

Tekið fyrir erindi frá Óbyggðanefnd, dagsett þann 11. apríl sl., til sveitarfélaga sem liggja að sjó. Um er að ræða tilkynningu frá nefndinni um málsmeðferð vegna eyja og skerja. Fram kemur að nefndin hefur framlengt kröfulýsingarfrest landeigenda á svæði 12 (eyjar og sker) til 2. september 2024. Framlengingunni er ætlað að gefa fjármála- og efnahagsráðherra færi á að ljúka endurskoðun sem ráðherra hefur boðað á kröfugerð ríkisins, sem og kortagerð vegna hennar, og tryggja að landeigendur hafi síðan nægan tíma að því loknu til að bregðast við endurskoðuðum kröfum ríkisins og eftir atvikum lýsa gagnkröfum.
Lagt fram til kynningar.

4.Frá Kristínu A. Símonardóttur; Fjárhús sunnan Ásgarðs - ósk um kaup

Málsnúmer 202404040Vakta málsnúmer

Á 19. fundi skipulagsráðs þann 10. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 3. apríl 2024 þar sem Kristín A. Símonardóttir óskar eftir að kaupa fjárhús sunnan Ásgarðs á Dalvík. Erindið var áður á dagskrá byggðaráðs Dalvíkurbyggðar þann 28.september 2023 og var því hafnað. Niðurstaða:Emil Júlíus Einarsson K-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hann af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls. Skipulagsráð fer ekki með sölu eigna Dalvíkurbyggðar og vísar því erindinu til afgreiðslu byggðaráðs. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum"
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindu erindi með vísan í bókun skipulagsráðs frá 13. september 2023.
Fjárhúsin eru á gildandi aðalskipulagi Dalvikurbyggðar 2008-2020. Svæði 407-Ó er óbyggt svæði sem skilgreint er sem framtíðarsvæði íbúabyggðar. Þar verði ekki heimilt að ráðstafa landi á þann hátt að hindri nýtingu landsins undir byggð síðar. Norðan við svæðið er landnoktunarreitur 406-V fyrir verslun og þjónustu sem er ætlað er fyrir blandaða byggð verslunar og þjónustu við íbúa. Svæðið verður andlit bæjarins gagnvart aðkomu úr suðri. Byggðaráð bendir jafnframt á að vinna við nýtt aðalskipulag er að hefjast þar sem skilgreind verður nýting svæðisins til framtíðar og samhliða því þarf þá skipulagsráð að taka til skoðunar framtíð húsanna í skipulagi sveitarfélagsins.

5.Frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar; Beiðni um viðauka vegna rúðuskipta í Bergi

Málsnúmer 202404035Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 12. apríl sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 vegna útskipta á tveimur rúðum í Bergi. Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 3.200.000 á lið 31700-4610 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.Gardínur í þessum tveimur gluggum salarins í Bergi eru ónýtar og þar sem þær eru staðsettar á milli glerja þarf að skipta út rúðunum og rafbúnaði fyrir gardínurnar í heild sinni. Búið er að fullreyna að laga vandamálið án þess að skipta út rúðunum og gardínubúnaði. Miðað við hversu langan tíma þetta hefur verið í ólagi er talið nauðsynlegt að fara í þetta verkefni fyrr en síðar þannig að hægt sé að bjóða upp á kjöraðstæður í Bergi við öll tilefni.
Frestað til næsta fundar og byggðaráð óskar eftir upplýsingum um hvort hægt sé að fara aðrar leiðir um val á gluggum.

6.Mánaðarlegar skýrslur 2024

Málsnúmer 202402018Vakta málsnúmer

Frestað.

7.Frá Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar; Ársfundur hjá Símey 2024

Málsnúmer 202404089Vakta málsnúmer

Tekið fyrir boð á ársfund Símey 29. apríl nk. kl. 14. Hægt er að taka þátt í gegnum TEAMS eða vera á staðnum, Þórsstíg 4 á Akureyri.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs sæki fundinn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar og fari með umboð sveitarfélagsins.

Fundi slitið - kl. 15:01.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs