Frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar; Beiðni um viðauka vegna rúðuskipta í Bergi

Málsnúmer 202404035

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1104. fundur - 23.04.2024

Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 12. apríl sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 vegna útskipta á tveimur rúðum í Bergi. Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 3.200.000 á lið 31700-4610 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.Gardínur í þessum tveimur gluggum salarins í Bergi eru ónýtar og þar sem þær eru staðsettar á milli glerja þarf að skipta út rúðunum og rafbúnaði fyrir gardínurnar í heild sinni. Búið er að fullreyna að laga vandamálið án þess að skipta út rúðunum og gardínubúnaði. Miðað við hversu langan tíma þetta hefur verið í ólagi er talið nauðsynlegt að fara í þetta verkefni fyrr en síðar þannig að hægt sé að bjóða upp á kjöraðstæður í Bergi við öll tilefni.
Frestað til næsta fundar og byggðaráð óskar eftir upplýsingum um hvort hægt sé að fara aðrar leiðir um val á gluggum.

Byggðaráð - 1105. fundur - 02.05.2024

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, kl. 14:09.

Á 1104. fundi byggðaráðs þann 23. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 12. apríl sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 vegna útskipta á tveimur rúðum í Bergi. Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 3.200.000 á lið 31700-4610 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.Gardínur í þessum tveimur gluggum salarins í Bergi eru ónýtar og þar sem þær eru staðsettar á milli glerja þarf að skipta út rúðunum og rafbúnaði fyrir gardínurnar í heild sinni. Búið er að fullreyna að laga vandamálið án þess að skipta út rúðunum og gardínubúnaði. Miðað við hversu langan tíma þetta hefur verið í ólagi er talið nauðsynlegt að fara í þetta verkefni fyrr en síðar þannig að hægt sé að bjóða upp á kjöraðstæður í Bergi við öll tilefni. Niðurstaða:Frestað til næsta fundar og byggðaráð óskar eftir upplýsingum um hvort hægt sé að fara aðrar leiðir um val á gluggum."

Til umræðu ofangreint.

Helga Íris gerði grein fyrir upplýsingaöflun á milli funda.
Lagt fram til kynningar og afgreiðslu áfram frestað.