Byggðaráð

1058. fundur 09. febrúar 2023 kl. 13:15 - 17:14 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Kynning á starfsemi SSNE - endurskoðun á samþykktum

Málsnúmer 202302032Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Albertína F. Elíasdóttir, framkvæmdastjóri SSNE, Elva Gunnlaugsdóttir, verkefnastjóri hjá SSNE, Helga Kristín Schiöth, verkefnastjóri hjá SSNE, og Silja Dröfn Jónsdóttir, þjónustu- og upplýsingafulltrúi, kl. 13:15.

Með fundarboði fylgdi 47. fundargerð stjórnar SSNE frá 18. janúar sl. þar sem fram kemur að framkvæmdastjóra er falið að upplýsa sveitarfélögin um að samþykktir SSNE verða teknar upp á næsta ársfundi.

Albertína kynnti starfsemi SSNE og hugmyndir að breytingum á samþykktum SSNE.
Lagt fram til kynningar og byggðaráð þakkar fyrir góða kynningu.

2.Frá SSNE; Boð um þátttöku í Grænum skrefum SSNE

Málsnúmer 202301149Vakta málsnúmer

Á 1057. fundi byggðaráðs þann 2. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá SSNE, dagsett þann 25. janúar 2023, þar sem fram kemur að sveitarfélögum svæðisins býðst að taka þátt í Grænum skrefum SSNE. Tilgangur verkefnisins er að efla umhverfisstarf á svæðinu og styðja sveitarfélögin við að uppfylla lögbundnar skyldur í loftslagsmálum. Hafi sveitarfélagið áhuga á að taka þátt er óskað eftir að skipaður sé tengiliður við verkefnið. Svar um þátttöku þarf að berast fyrir 24. febrúar nk. Með erindinu fylgir kynning á verkefninu. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá kynningu frá SSNE á ofangreindu verkefni."

Kristín Helga kynnti ofangreint verkefni.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Dalvíkurbyggð taki þátt í Grænum skrefum. Einnig að óskað verði eftir verkefnatillögu frá SSNE og að tengiliður við verkefnið verði tilnefndur á fundi sveitarstjórnar 21. febrúar.

3.Frá SSNE; Samstarfssamningur Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra

Málsnúmer 202211019Vakta málsnúmer

Á 352. fundi sveitarstjórnar þann 29. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1047. fundi byggðaráðs þann 10. nóvember sl. var eftirfarandi bókað: Tekinn fyrir rafpóstur frá SSNE, dagsettur þann 25. október sl., er varðar drög að endurskoðun á samstarfssamningi um HNE og rafpóstur frá SSNE, dagsettur þann 3. nóvember sl.,þar sem meðfylgjandi eru sömu drög með frekari tillögum að breytingum. Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög en felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að koma á framfæri þeim ábendingum sem komu fram á fundinum.Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi drög að samstarfssamningi um HNE."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur SSNE, dagsettur þann 25. janúar sl., þar sem meðfylgjandi eru drög að samstarfssamningi með tillögum að breytingum ásamt upplýsingum um athugasemdir frá sveitarfélögum.

Til umræðu ofangreint.

Albertína, Elva, Kristín Helga og Silja Dröfn viku af fundi kl. 14:42.
Lagt fram til kynningar og byggðaráð þakkar Albertínu, Elvu, Kristínu Helgu og Silju Dröfn fyrir komuna á fundinn.

4.Frá Björgunarbátasjóð Norðurlands; Ósk um stuðning við nýtt björgunarskip

Málsnúmer 202209090Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Kolbeinn Óttarson Proppé og Gísli Ingimundarson, kl. 14:40.

Á 1039. fundi byggðaráðs þann 27. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Björgunarbátasjóði Norðurlands, dagsett þann 19. september 2022, þar sem óskað er eftir stuðningi við kaup á nýju björgunarskipi, þ.e. nýjum Sigurvin.. Heimahöfn þess verður í Fjallabyggð en starfssvæðið nær frá Skagatá í vestri til Tjörness í austri. Fyrir hönd sjóðsins þá óskar Kolbeinn Óttarsson Proppé eftir því að fá að mæta á fund byggðaráðs og kynna verkefnið betur, fjárþörfina og leiðir til að dreifa fjárhagsstuðningi yfir lengri tíma.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að bjóða Kolbeini Óttarsyni Proppe til fundar við tækifæri."

Kolbeinn og Gísli viku af fundi kl. 15:07.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Dalvíkurbyggð leggi fram alls kr. 5.000.000 í verkefnið, kr. 2.500.000 árið 2023 og kr. 2.500.000 árið 2024.

5.Frá 6.fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 03.02.2023; Endurskoðun á snjómokstursreglum Dalvíkurbyggðar 2023

Málsnúmer 202301037Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, og Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, kl. 15:08.

Á 6. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 3. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 354. fundi sveitarstjórnar var eftirfarandadi bókað þegar tekin var fyrir framlagðar breytingar á viðmiðunarreglum snjómokstur í Dalvíkurbyggð. Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem leggur fram eftirfarandi tillögu: Sveitarstjórn samþykkir að vísa breytingu á reglum um mokstur á heimreiðum til byggðaráðs og umhverfis- og dreifbýlisráðs til frekari skoðunar og kostnaðargreiningar. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar. Fyrir fundinn eru lagðar fram frekari útfærslur á breytingum á viðmiðunarreglunum ásamt kostnaðargreiningu vegna þeirra. Niðurstaða:Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir framlagðar breytingar á viðmiðunarreglum um snjómokstur. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

Bjarni Daníel og Helga íris kynntu meðfylgjandi gögn sem og minnisblað deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar dagsett þann 7. febrúar sl. Með fundargögnum fylgir kostnaðaráætlun fyrir heimreiðamokstur miðað við tillögur ráðsins.

Helga Íris vék af fundi kl. 15:46.
Bjarni Daníel vék af fundi kl. 15:57.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu og breytingar á viðmiðunarreglum um snjómokstur með áorðnum breytingum / leiðréttingum sem gerðar voru á fundinum. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu til sveitarstjórnar.

6.Barnaverndarþjónusta - samningur

Málsnúmer 202212124Vakta málsnúmer

Á 354. fundi sveitarstjórnar þann 17. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1054. fundi byggðaráðs þann 12. janúar sl. var eftirfarandi bókað: Á 1053. fundi byggðaráðs þann 5. janúar sl. var eftirfarandi bókað: "Með fundarboði byggðaráðs fylgdi svarbréf frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu, dagsett þann 22. desember sl, þar sem fram kemur að umsókn Dalvíkurbyggðar um undanþágu frá skilyrðum um lágmarksíbúafjölda vegna barnaverndarþjónustu á grundvelli 3. mgr. 11. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2022 er samþykkt til eins mánðar þar sem samningur við önnur sveitarfélög um starfrækslu barnaverndarþjónustu er í bígerð. Sækja þarf um undanþágu að nýju fyrir 20. janúar nk. ef ekki næst að klára fyrrgreindan samning. Sveitarstjóri upplýsti að áfram er unnið að samningsdrögum við Akureyrarbæ og markmiðið að hægt verði að taka þau til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórnar 17. janúar nk.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur dagsettur þann 11. janúar sl. frá Velferðarsviði Akureyrarbæjar sem inniheldur drög að samningi um barnaverndarþjónustu Akureyrjarbæjar og Dalvíkurbyggðar ásamt málsmeðferðarreglum og kostnaðarskiptingu sem barst 12. janúar.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að sækja um áframhaldandi undanþágu fyrir 20. janúar til og með 28. febrúar 2023."Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og felur sveitarstjóra að sækja um áframhaldandi undanþágu fyrir 20. janúar nk. og til og með 28. febrúar 2023 á meðan samningur við Akureyrarbæ um starfsrækslu barnaverndarþjónustu er í vinnslu."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að samningi Akureyrarbæjar og Dalvíkurbyggðar um Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar ásamt samþykkt um fullnaðarafgreiðslu mála hjá Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar samkvæmt 3. mgr. 123. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi drög að samningi um Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar ásamt samþykkt um fullnaðarafgreiðslu og vísar samningi og samþykkt til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

7.Endurskoðun húsnæðisáætlunar; Tillaga að húsnæðisáætlun 2023

Málsnúmer 202112032Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að húsnæðisáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2023
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi tillögu að húsnæðisáætlun sveitarfélagsins og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

8.Fundagerðir Starfs- og kjaranefndar 2023; fundargerð 07.02.2023

Málsnúmer 202301116Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerðu grein fyrir fundargerð starfs-og kjaranefndar frá 7. febrúar sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:14.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Felix Rafn Felixson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs