Frá kjörstjórn Dalvíkurbyggðar - beiðni um nýjan kjörklefa

Málsnúmer 202112009

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1009. fundur - 09.12.2021

Á 5. fundi kjörstjórnar Dalvíkurbyggðar þann 5. nóvember sl. kemur fram að á kjördag í í síðustu kosningum barst kjörstjórn bréf frá ÖBÍ þar sem óskað var eftir að á kjörstað væri stærri kjörklefi en nú er til að rúma allar stærðir af hjólastólum. Kjörstjórn beinir því til sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar að láta útbúa þannig klefa í viðbót við hina, fyrir næstu kosningar í maí 2022.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofngreindu erindi til Eigna- og framkvæmdadeildar.