Frá Umhverfis- og tæknisviði; Endurskoðun á reglum um eignasjóð og félagslegar íbúðir

Málsnúmer 202003096

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 953. fundur - 03.09.2020

Undir þessum lið komu á fundinn Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, Steinþór Björnsson, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, og Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, ráðgjafi frá Projects í gegnum fjarfund, kl. 8:15.

Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs og deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 20. ágúst 2020, er varðar uppfærðar leiðbeiningar vegna Eignasjóðs og Félagslegra íbúða. Með fundarboði fylgdi tillaga að endurskoðun reglna um Eignasjóð og Félagslegar íbúðir. Tillögurnar eru unnar með ráðgjafa frá Projects.

Til umræðu ofangreint.

Katrín Dóra vék af fundi kl. 9:00.
Steinþór vék á fundi kl. 9:20.
Lagt fram til kynningar og byggðaráð felur Berki Þór og Steinþóri að vinna áfram að ofangreindum tillögum í samstarfi við viðeigandi aðila.

Byggðaráð - 981. fundur - 08.04.2021

Á 953. fundi byggðaráðs þann 3. september 2020 voru til umfjöllunar drög að uppfærðum reglum vegna Eignasjóðs og Félagslegra íbúða frá umhverfis- og tæknisviði.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu endurskoðuð drög að vinnureglum um Eignasjóð og Félagslegar íbúðir ásamt fylgiskjölum.
Almennar reglur Dalvíkurbyggðar um leigu ásamt fylgiskjali.
Vinnureglur innanhúss um Félagslegar íbúðir

Ofangreind endurskoðun á reglum og leiðbeiningum er unnin af sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs með rýni frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar og þjónustu- og innheimtufulltrúa.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreind drög og vísar þeim til frekari umfjöllunar á næsta fundi byggðaráðs.

Byggðaráð - 982. fundur - 15.04.2021

Á 981. fundi byggðaráðs þann 8. apríl sl. voru til umfjöllunar endurskoðuð drög að vinnureglum um Eignasjóð og Félagslegar íbúðir ásamt fylgiskjölum. Byggðaráð gerði ekki athugasemdir við drögin og vísaði þeim til frekari umfjöllunar á næsta fundi byggðaráðs.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind drög eins og þau liggja fyrir og vísar þeim til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu.

Sveitarstjórn - 335. fundur - 20.04.2021

Á 982. fundi byggðaráðs þann 15. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
Á 981. fundi byggðaráðs þann 8. apríl sl. voru til umfjöllunar endurskoðuð drög að vinnureglum um Eignasjóð og Félagslegar íbúðir ásamt fylgiskjölum. Byggðaráð gerði ekki athugasemdir við drögin og vísaði þeim til frekari umfjöllunar á næsta fundi byggðaráðs.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind drög eins og þau liggja fyrir og vísar þeim til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi vinnureglur um Eignasjóð og Félagslegar íbúðir ásamt fylgiskjölum.

Almennar reglur Dalvíkurbyggðar um leigu ásamt fylgiskjali I.
Vinnureglur innanhúss um Félagslegar íbúðir.