Ósk um staðfestingu vegna umsóknar um stofnframlag

Málsnúmer 202103116

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 980. fundur - 29.03.2021

Tekið fyrir erindi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun dagsett 15. mars 2021. Óskað er eftir því að sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar staðfesti hvort sveitarfélagið samþykki umsókn Bæjartúns íbúðafélags hses um stofnframlag sveitarfélags.
Ef sveitarfélagið hyggst veita stofnframlag sitt til verkefnisins er jafnframt óskað eftir upplýsingum um form stofnframlags og sundurliðun á fjárhæð þess.

Byggðaráð hefur lagt til við sveitarstjórn að samþykkja umsókn Bæjartúns íbúðafélags hses um stofnframlag sveitarfélagsins með fyrirvara um að Húsnæðis- og mannvirkjastofnun veiti umsækjanda jafnframt stofnframlag ríkisins innan sex mánaða frá samþykki á umsókn um stofnframlag.

Byggðaráð felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að taka saman upplýsingar um form stofnframlags og sundurliðun á fjárhæð þess og leggja fyrir á fundi ráðsins þann 8. apríl nk.

Jón Ingi tók ekki þátt í afgreiðslu vegna vanhæfis.

Byggðaráð - 981. fundur - 08.04.2021

Á 334. fundi sveitarstjórnar þann 30. mars sl. var til umfjöllunar erindi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun dagsett þann 15. mars 2021 þar sem óskað er eftir staðfestingu sveitarstjórnar á því hvort sveitarfélagið samþykki umsókn Bæjartúns íbúðafélags hses um stofnframlag sveitarfélagsins. Ef svo er þá er óskað eftir upplýsingum um form stofnframlags og sundurliðun á fjárhæð þess.

Á sama fundi var samþykkt sú tillaga byggðaráðs að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að taka saman upplýsingar um form stofnframlags og sundurliðun á fjárhæð þess og leggja fyrir fundi ráðsins þann 8. apríl.

Á fundi sveitarstjórnar þann 30. mars sl. var samþykkt undir máli 202103152 sú tillaga byggðaráðs um að veita Bæjartúni íbúðafélagi hses stofnframlag fyrir 12% af áætluðu stofnvirði til byggingar sex íbúða á Dalvík með fyrirvörum og um skilyrði um endurgreiðslu stofnframlagsins.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samantekt sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að formi stofnframlags og sundurliðun á því miðað við fyrirliggjandi forsendur.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum form stofnframlags og sundurliðun á því miðað við fyrirliggjandi forsendur og þá fyrirvara sem settir eru, Jón Ingi Sveinsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

Sveitarstjórn - 335. fundur - 20.04.2021

Á 981. fundi byggðaráðs þann 8. apríl sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 334. fundi sveitarstjórnar þann 30. mars sl. var til umfjöllunar erindi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun dagsett þann 15. mars 2021 þar sem óskað er eftir staðfestingu sveitarstjórnar á því hvort sveitarfélagið samþykki umsókn Bæjartúns íbúðafélags hses um stofnframlag sveitarfélagsins. Ef svo er þá er óskað eftir upplýsingum um form stofnframlags og sundurliðun á fjárhæð þess.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum form stofnframlags og sundurliðun á því miðað við fyrirliggjandi forsendur og þá fyrirvara sem settir eru, Jón Ingi Sveinsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis."

Til máls tók:
Jón Ingi Sveinsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu, kl. 16:37.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi form stofnframlags og sundurliðun á fjárhæð þess, vegna umsóknar Bæjartúns íbúðafélags hses. um stofnframlag sveitarfélagsins. Jón Ingi Sveinsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.