Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum, og sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011.

Málsnúmer 201910001

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 922. fundur - 08.10.2019

Tekinn fyrir rafpóstur frá Samgönguráðuneytinu, dagsettur 27. september 2019, þar sem vakin er athygli á að frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum og sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 hefur verið lagt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda.

Markmið frumvarpsins er fyrst og fremst að styrkja það lögbundna hlutverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga með framlögum til þeirra.

Umsagnarfrestur er til 8. október n.k.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 935. fundur - 27.02.2020

Tekinn fyrir rafpóstur frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu dagsettur 12. febrúar 2020 þar sem fram kemur að drög að frumvarpi til breytinga á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar.

Frestur til að skila umsögn er til og með fimmtudagsins 27. febrúar nk.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum umsögn frá Dalvíkurbyggð samkvæmt framlögðu fylgiskjali og felur sveitarstjóra að senda hana inn í dag.