Byggðaráð

916. fundur 29. ágúst 2019 kl. 08:15 - 11:35 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Stöðumat janúar - júní 2019; skil stjórnenda

Málsnúmer 201907059Vakta málsnúmer

Á 915. fundi byggðaráðs þann 22. ágúst s.l. var eftirfarandi bókað:
"Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti skil stjórnenda hvað varðar stöðumat janúar-júní 2019, þ.e. staða bókhalds í samanburði við heimildir í fjárhagsáætlun. Á fundinum var farið yfir samantekt sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs yfir fjárfestingar og framkvæmdir samkvæmt stöðu úr bókhaldi.
Lagt fram til kynningar og frekari yfirferð frestað til næsta fundar."

a) Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 8:15.

Þorsteinn fór yfir stöðumat janúar - júní 2019 vegna reksturs og framkvæmda fyrir Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar, Vatnsveitu Dalvíkur, Hitaveitu Dalvíkur og Fráveitu Dalvíkurbyggðar.

Þorsteinn vék af fundi kl. 09:15.

b) Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 09:18.

Börkur fór yfir stöðumat vegna janúar - júní 2019 vegna þeirra deilda og málaflokka sem heyra undir umhverfis- og tæknisvið, bæði hvað varðar rekstur og stöðu framkvæmda. Um er að ræða heilbrigðismál, Vinnuskóla, bruna- og almannavarnir, hreinlætismál, umhverfismál, bygginga- og skipulagsmál, landbúnaðarmál og Eignasjóð.

Börkur vék af fundi kl. 10:00.

c) Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs hélt áfram yfirferð á stöðumati vegna janúar - júní 2019 samkvæmt skilum stjórnenda þar sem dregin er fram staða reksturs og fjárfestinga samkvæmt heimildum í fjárhagsáætlun.


a) Lagt fram til kynningar.
b) Lagt fram til kynningar.
c) Lagt fram til kynningar.

2.Starfs- og fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára áætlun 2021-2023; Drög að fjárhagsramma 2020

Málsnúmer 201905027Vakta málsnúmer

Á 915. fundi byggðaráðs þann 22. ágúst 2019 var eftirfarandi bókað:
"Á 913. fundi byggðaráðs þann 25. júlí s.l. var vinna við starfs- og fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára áætlun 2021-2023 til umfjöllunar. Sveitastjóri kynnti á fundinum hugmyndir að álagningu fasteignagjalda, breytingar á gjaldskrám og álagningu útsvars fyrir árið 2019 vegna vinnu við forsendur fjárhagsáætlunar 2019. Til umræðu fjárhagsrammi 2020, einstök verkefni, framkvæmdir og áherslur í rekstri sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar. "

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og sveitarstjóri kynntu drög að fjárhagsramma fyrir árið 2020 og þeim forsendum er liggja að baki, sbr. eftirfarandi vinnugögn:

a) Forsendur rammaáætlunar í NAV fjárhagsáætlunarkerfi.
b) Einskiptisverkefni inn og út.
c) Viðaukar ársins 2019 sem teknir eru út úr ramma 2020.
d) Launaáætlun 2020 unnin af launafulltrúa skv. þarfagreiningu launa frá stjórnendum. Samanburður við launaáætlun 2019 með samþykktum viðaukum.
e) Áætluð stöðugildi 2020 í samanburði við árið 2019 skv. launaáætlunum.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs og sveitarstjóra að vinna áfram að ofangreindum drögum á milli funda byggðaráðs.

3.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201901070Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

4.Fjárhagsáætlun 2019; heildarviðauki I

Málsnúmer 201907067Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti tillögu að heildarviðauka I við fjárhagsáætlun 2019 þar sem búið er að taka saman alla viðauka sem gerðir hafa verið á árinu, viðaukar nr. 1 - 21 og setja inn í fjárhagsáætlunarlíkan.

Einnig er í heildarviðaukanum eftirtalin mál sem fjallað hefur verið um í byggðaráði og sveitarstjórn:
201810080: Sala á Árskógi lóð 1
201904126: Sala á Öldugötu 27.
201810099: Lántaka vegna Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses og lánveiting Dalvíkurbyggðar til félagsins.

Einnig eru gerðar breytingar á áætlaðri verðbólguspá samkvæmt Þjóðhagsspá að sumri, uppfærðar afborganir lána, tekin út lántaka Eignasjóðs, endurreiknað framlag til félagslegra íbúða frá Aðalsjóði sem og ýmsar aðrar tæknilegar breytingar sem ofangreindir viðaukar kalla á í fjárhagsáætlunarlíkaninu.

Til umræðu ofangreint.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindan heildarviðauka I við fjárhagsáætlun 2019 með þeim viðaukum sem gerðir hafa verið og áorðnum breytingum á fjárhagsáætluninni.
Helstu niðurstöður eru áætlaðar svohljóðandi:
Rekstrarniðurstaða A-hluta er jákvæð um 52 m.kr. (var 65,7 m.kr.) en þar af er Aðalsjóður neikvæður um 34,4 m.kr (var 12,7 m.kr.).
Rekstrarniðurstaða B-hluta er jákvæð um 86,6 m.kr. (var 70 m.kr.).
Rekstrarniðurstaða A- og B- hluta samtals er jákvæð um 120,7 m.kr. (var 118,6 m.kr.).
Áætlaðar fjárfestingar eru samtals um 348,7 m.kr (voru 346,9 m.kr.).

Fundi slitið - kl. 11:35.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs