Fjárhagsáætlun 2019; heildarviðauki I

Málsnúmer 201907067

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 916. fundur - 29.08.2019

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti tillögu að heildarviðauka I við fjárhagsáætlun 2019 þar sem búið er að taka saman alla viðauka sem gerðir hafa verið á árinu, viðaukar nr. 1 - 21 og setja inn í fjárhagsáætlunarlíkan.

Einnig er í heildarviðaukanum eftirtalin mál sem fjallað hefur verið um í byggðaráði og sveitarstjórn:
201810080: Sala á Árskógi lóð 1
201904126: Sala á Öldugötu 27.
201810099: Lántaka vegna Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses og lánveiting Dalvíkurbyggðar til félagsins.

Einnig eru gerðar breytingar á áætlaðri verðbólguspá samkvæmt Þjóðhagsspá að sumri, uppfærðar afborganir lána, tekin út lántaka Eignasjóðs, endurreiknað framlag til félagslegra íbúða frá Aðalsjóði sem og ýmsar aðrar tæknilegar breytingar sem ofangreindir viðaukar kalla á í fjárhagsáætlunarlíkaninu.

Til umræðu ofangreint.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindan heildarviðauka I við fjárhagsáætlun 2019 með þeim viðaukum sem gerðir hafa verið og áorðnum breytingum á fjárhagsáætluninni.
Helstu niðurstöður eru áætlaðar svohljóðandi:
Rekstrarniðurstaða A-hluta er jákvæð um 52 m.kr. (var 65,7 m.kr.) en þar af er Aðalsjóður neikvæður um 34,4 m.kr (var 12,7 m.kr.).
Rekstrarniðurstaða B-hluta er jákvæð um 86,6 m.kr. (var 70 m.kr.).
Rekstrarniðurstaða A- og B- hluta samtals er jákvæð um 120,7 m.kr. (var 118,6 m.kr.).
Áætlaðar fjárfestingar eru samtals um 348,7 m.kr (voru 346,9 m.kr.).