Byggðaráð

913. fundur 25. júlí 2019 kl. 07:30 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs; Aðstaða til vatnsöflunar úr Brimnesá.

Málsnúmer 201907060Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs kl. 7:30.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað sviðsstjóra, dagsett þann 22. júlí 2019, er varðar endurbætur á Sultartangavirkjun. Fram kemur í samningi frá árinu 1988 milli Vatnsveitu Dalvíkur og frystihúss Ú.K.E. Dalvík, að frystihúsið fær rekstur mannvirkja vatnsveitunnar í Brimnesá á leigu.
Við byggingu á nýju frystihúsi Samherja hf. verður meiri kælivatnsþörf hússins og meiri krafa um gæði vatnssins. Spurningar hafa vaknað um hvort ekki sé eðlilegt að fara í endurbætur á þeirri aðstöðu sem í boði er og hugsanlega að koma fyrir dælum til að auka flutningagetu lagnakerfis. Samhliða þessu væri til skoðunar að fella áðurnefnt leigugjald inn í gjaldskrá veitunnar og hugsanlega selja vatnið eftir mældu magni samkvæmt gjaldskrá.

Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs til veitu- og hafnaráðs til skoðunar.

2.Vegna forkaupsréttar Dalvíkurbyggðar á sumarhúsinu Hamar L151922

Málsnúmer 201907042Vakta málsnúmer

a)Tekið fyrir erindi frá fasteignasölunni Byggð fyrir hönd Önnu Jóhönnu Þorsteinsdóttur, móttekið þann 11. júlí 2019, er varðar sumarbústaðinn Hamar, fastanúmer 215-5676 og forkaupsrétt Dalvíkurbyggðar samkvæmt lóðarleigusamningi fyrir lóðina. Óskað er eftir staðfestingu á að Dalvíkurbyggð ætli ekki að nýta forkaupsrétt sinn á eigninni.

b) Tekið fyrir erindi frá Önnu Jóhönnu Þorsteinsdóttur, dagsett þann 3. júlí 2019 en móttekið 11. júlí 2019, þar sem óskað er eftir að gerður verði nýr lóðarleigusamningur um leigulóðina sem er landspilda úr landi jarðarinnar Hamri þar sem sumarhúsið stendur á. Samningurinn yrði efnislega samhljóða eldri samningi frá 15. desember 1979 að því undanskildu að lóðarmörk og lóðarstærð komi fram í honum í samræmi við meðfylgjandi lóðarblað.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi einnig þinglýstur lóðarleigusamningur frá 1979, staðfest deiliskipulag fyrir svæðið, lóðarblað frá 19.10.1992.
Til umræðu ofangreint.

Þorsteinn vék af fundi kl. 08:10.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fallið verði frá forkaupsrétti ef samkomulag næst við væntanlegan kaupanda um breytingar á lóðarleigusamningi. Byggðaráð felur sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs að ganga frá skriflegu samkomulagi þess efnis.

3.Jafnlaunavottun

Málsnúmer 201710074Vakta málsnúmer

Á 910. fundi byggðaráðs þann 13. júní 2019 var eftirfarandi bókað:
"Í óformlegum vinnuhópi fyrir jafnlaunavottun eru sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, launafulltrúi og sviðsstjóri félagsmálasviðs. Vinnuhópurinn hefur nú þegar hafið vinnu við að uppfylla kröfur um jafnlaunavottun en þeirri vinnu þarf að ljúka fyrir lok árs 2019. Sviðsstjóri fjármála-og stjórnsýslusviðs sagði frá námskeiði um jafnlaunavottun sem hún og launafulltrúi sátu á Akureyri þann 17. maí s.l. og stöðu mála. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir tilboðum í ráðgjöf og aðstoð við gerð jafnlaunavottunar annars vegar og hins vegar í jafnlaunavottun. "


a) Tilboð í ráðgjöf

Óskað var eftir tilboðum frá 6 aðilum og bárust svör frá 3.

Á grundvelli fyrirliggjandi gagna og upplýsinga er lagt til að gengið verði til samninga við Attentus um ráðgjöf við innleiðingu á jafnlaunavottun fyrir Dalvíkurbyggð.

b) Tilboð í jafnlaunavottun

Óskað var eftir tilbðum frá 4 aðilum og bárust svör frá 3.

Á grundvelli fyrirliggjandi gagna og upplýsinga er lagt til að gengið verði til samninga við iCert um jafnlaunavottun.

c) Viðauki vegna jafnlaunavottunar

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 23. júlí 2019 þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2019 vegna aðkeyptrar þjónustu við jafnlaunavottun, sbr. liðir a) og b) hér að ofan, að upphæð kr. 2.000.000 við deild 21600 og lykill 4391. Lagt er til að viðaukanum sé mætt með lækkun á lið 13800-9145 um kr. 2.000.000.

Til umræðu ofangreint.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum þá tillögu að samið verði við Attentus á grundvelli fyrirliggjandi gagna og uppýsinga og felur sveitarstjóra að ganga frá samningi og undirritun hans.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum þá tillögu að samið verði við iCert á grundvelli fyrirliggjandi gagna og upplýsinga og felur sveitarstjóra að ganga frá samningi og undirritun hans.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við 21600-4391 að upphæð kr. 2.000.000 við fjárhagsáætlun 2019, viðauki 19/2019, og að honum sé mætt með lækkun á lið 13800-9145 um sömu fjárhæð.

4.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201906092Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

5.Frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs; beiðni um viðauka; Sláttur og hirðing 2019

Málsnúmer 201905166Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsett þann 16. júlí 2019, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2019 vegna sláttar og hirðingar á opnum svæðum að upphæð kr. 1.712.624 með vísan til samantektar frá EB ehf vegna einingarverða. Liður 11410-4969 yrði því kr. 8.508.473 og lagt er til að viðaukanum sé mætt með lækkun á handbæru fé.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2019 að upphæð kr. 1.712.624, viðauki nr. 20/2019, við deild 11410, liður 4969 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé.

6.Frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs; Ósk um viðauka á fjárhagsáætlunar 2019 vegna fjölgunar funda umhverfisráðs

Málsnúmer 201907048Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsett þann 16. júlí 2019, þar sem óskað er eftir launaviðauka við fjárhagsáætlun 2019 að upphæð kr. 518.178 við deild 09100 vegna fleiri funda umhverfisráðs en gert var ráð fyrir. Gert var ráð fyrir 14 fundum í gildandi áætlun en nú er áætlað að þeir verði 18. Áætlaður launakostnaður vegna umhverfisráðs með launatengdum gjöldum yrði þá kr. 2.622.642 og lagt er til að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni við fjárhagsáætlun 2019 um viðauka við deild 09100 að upphæð kr. 518.178 vegna fundakostnaðar umhverfisráðs, viðauki nr. 21/2019. Byggðaráð samþykkir jafnframt að viðaukanum sé mætt með lækkun á handbæru fé.

7.Starfs- og fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára áætlun 2021-2023; umræður/ tillögur um forsendur vegna gjaldskráa

Málsnúmer 201905027Vakta málsnúmer

Á 912. fundi byggðaráðs þann 11. júlí s.l. var eftirfarandi bókað:
"a) Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Forsendur fyrir vinnslu fjárheimilda 2020. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 1. júlí 2019, er varðar forsendur fyrir vinnslu fjárhagsáætlunar. b) Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Samþykkt stjórnar Sambandsins vegna álagsprósenta fasteignaskatts. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samþykkt stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá fundi þann 21. júní 2019 þar sem minnt er á yfirlýsingu Sambandsins í tengslum við gerð lífskjarasamninga í apríl þar sem sveitarfélögin eru hvött til að hækka ekki gjaldskrár sínar um meira en 2,5% árið 2020,en minna ef verðbólgan verði lægri. c) Annað skv. tímaramma a) Lagt fram til kynningar b) Lagt fram til kynningar c) Lagt fram til kynningar. "

Á fundinum kynnti sveitarstjóri hugmyndir að álagningu fasteignagjalda, breytingar á gjaldskrám og álagningu útsvars fyrir árið 2019 vegna vinnu við forsendur fjárhagsáætlunar 2019.

Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar.

8.Frá Skíðafélagi Dalvíkur; Varðar viðhald snjótroðara

Málsnúmer 201907052Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Skíðafélagi Dalvíkur, dagsett þann 22. júlí 2019 er varðar viðgerð á snjótroðara félagsins, breytta viðgerðaáætlun og ófyrirséð viðhald. Fram kemur að viðgerð stendur nú yfir á snjótroðara Skíðafélags Dalvíkur og var áætlaður kostnaður kr. 5.000.000. Nú hefur komið í ljós að umtalsvert meira þarf að gera við troðarann en í upphafi var áætlað. Ný áætlun er kr. 8.274.879 og til að mæta þessum aukna kostnaði er óskað eftir því að fá að breyta áður gerðri viðgerðaráætlun sem miðast við að gera dælurnar upp og vinna verkið að stærstum hluta í sjálfboðavinnu. Áætlun út frá nýrri viðgerðaáætlun er kr. 5.989.018 með fyrirvara um verðhækkanir. Þrátt fyrir þessa hagræðingu tekst ekki samt að halda viðgerðarkostnaði samkvæmt upphaflegu áætluninni, mismunurinn er áætlaður kr. 989.018.

Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi sínum með forsvarsmönnum Skíðafélags Dalvíkur, mánudaginn 22. júlí s.l. í kjölfar rafpóstar þann 16. júlí 2019 frá félaginu um sama efni.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við breytta viðgerðaáætlun.

9.Frá Örnnefnanefnd; Tilmæli Örnefnanefndar til sveitarfélaga á Íslandi

Málsnúmer 201907037Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Örnefnanefnd, dagsett þann 26. júní 2019, þar sem Örnefnanefnd mælir með því að reynt verði að finna leiðir til að bregðast við ef ensk nöfn á islenskum stöðum eru líkleg til að festast í sessi. Nefndin beinir því þeim tilmælum til sveitarfélaga að hafa frumkvæði að því að gefa stöðum nöfn þegar þörf á því kemur upp og sporna þarf gegn óviðunandi nafni sem annars gæti fest í sessi. Vísað er meðal annars til útvarpsþáttar þar sem fram kemur að á kortavefnum Google Maps er ekki örnefnið Breiðamerkursandur en í þess stað er Diamond Beach. Þessi ensku nöfn eru ýmist þýðingar á íslenskum nöfnum, t.d. Wishpering Cliffs í stað nafnsins Hljóðaklettar eða ný nöfn, t.d. Black Sand Beach í stað Reynisfjöru.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð vísar ofangreindu erindi áfram til umhverfisráðs, menningarráðs og atvinnumála- og kynningarráðs.

10.Frá Umhverfisstofnun; Samráð - Stefna í úrgangsmálum

Málsnúmer 201907036Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Umhverfisstofnun, dagsettur þann 12. júlí 2019, þar sem óskað er eftir umsögn að lokadrögum um stefnu um meðhöndlun úrgangs eigi síðar en 23. ágúst n.k. Með bréfi dags. 18. janúar 2018 óskaði umhverfis- og auðlindaráðuneytið eftir því að Umhverfisstofnun ynni tillögur að nýrri stefnu um meðhöndlun úrgangs fyrir landið allt. Í slíkri stefnu skulu m.a. koma fram upplýsingar um stöðu úrgangsmála í landinu, hlutverk stjórnvalda og einkaaðila við meðhöndlun úrgangs og stefna til að bæta endurnotkun, endurnýtingu og förgun sbr. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð vísar ofangreindu erindi áfram til umhverfisráðs til umsagnar.

11.Frá Eyþingi; Skýrsla um menntunarþörf á Eyþings svæðinu

Málsnúmer 201907028Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga, dagsettur þann 24. júní 2019, til sveitarfélaga á Eyþingssvæðinu þar sem kynnt er greining á menntunarþörf á Eyþings svæðinu sem gerð var af RHA í línu við aðgerð 1.1.1. í Sóknaráætlun Norðurlands eystra; Greina menntunarþörf og tækifæri eftir starfssviðum og greinum.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð vísar ofangreindu erindi áfram til fræðsluráðs og atvinnumála- og kynningarráðs til skoðunar.

12.Frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar; Hausturfundur 18.09.2019

Málsnúmer 201907053Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar, dagsettur þann 15. júlí 2019, þar sem fram kemur haustfundur Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar verður haldinn miðvikudaginn 18. september milli klukkan 9 og 12. Haustfundinum er ætlað að vera samráðsettvangur aðildarsveitarfélaganna vegna sameiginlegra hagsmunamála. Dagskrá fundarins er í mótun og því möguleiki að koma með tillögur að umræðuefni.

Dalvíkurbyggð á þrjá fulltrúa á haustfundinn og óskað er eftir að tilkynnt verði fyrir 5. september n.k. hverjir það verða.



Fulltrúar Dalvíkurbyggðar voru kosnir í upphafi kjörtímabilsins og eru:
Aðalmenn:
Valdemar Þór Viðarsson
Guðmundur St. Jónsson
Jón Ingi Sveinsson.

Varamenn:
Þórunn Andrésdóttir
Dagbjört Sigurpálsdóttir.
Þórhalla Karlsdóttir.

13.Samþykkt / skipulagskrá fyrir Dalbæ

Málsnúmer 201708042Vakta málsnúmer

Til upplýsingar úr fyrirtækjaskrá skráning Dalbæjar, kt. 580178-0229, dagsett þann 28. maí 2019 samkvæmt rekstrarformi: Aðrar sjálfseignarstofnanir og samkvæmt Ísat flokkun: 87.30.10 Dvalarheimili aldraða.
https://www.rsk.is/fyrirtaekjaskra/leit/kennitala/5801780229


Á 310. fundi sveitarstjórnar þann 19. febrúar s.l. var samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillaga að skipulagsskrá Dalbæjar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs