Frá Umhverfisstofnun; Samráð - Stefna í úrgangsmálum

Málsnúmer 201907036

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 913. fundur - 25.07.2019

Tekinn fyrir rafpóstur frá Umhverfisstofnun, dagsettur þann 12. júlí 2019, þar sem óskað er eftir umsögn að lokadrögum um stefnu um meðhöndlun úrgangs eigi síðar en 23. ágúst n.k. Með bréfi dags. 18. janúar 2018 óskaði umhverfis- og auðlindaráðuneytið eftir því að Umhverfisstofnun ynni tillögur að nýrri stefnu um meðhöndlun úrgangs fyrir landið allt. Í slíkri stefnu skulu m.a. koma fram upplýsingar um stöðu úrgangsmála í landinu, hlutverk stjórnvalda og einkaaðila við meðhöndlun úrgangs og stefna til að bæta endurnotkun, endurnýtingu og förgun sbr. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð vísar ofangreindu erindi áfram til umhverfisráðs til umsagnar.