Atvinnumála- og kynningarráð

70. fundur 06. apríl 2022 kl. 08:15 - 09:40 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir formaður
  • Hólmfríður M Sigurðardóttir aðalmaður
  • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Íris Hauksdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Íris Hauksdóttir þjónustu- og upplýsingafulltrúi
Dagskrá
Tryggvi Kristjánsson boðaði forföll og Sigvaldi Gunnlaugsson hafði boðað komu sína í hans stað en komst ekki til fundar vegna ófærðar. Júlíus Magnússon boðaði forföll en enginn komst í hans stað.

1.Fréttabréf SSNE 2022

Málsnúmer 202202049Vakta málsnúmer

Til kynningar fréttabréf SSNE í febrúar og mars 2022.
Lagt fram til kynningar

2.Stórþarasláttur og vinnsla

Málsnúmer 201902143Vakta málsnúmer

Undanfarnar vikur hefur verið til skoðunar og umfjöllunar erindi Íslandsþara um mögulega staðsetningu á starfsemi fyrirtækisins á Dalvík. Fyrirtækið hefur ekki ákveðið endanlega staðsetningu en verið í viðræðum við Norðurþing og Dalvíkurbyggð. Starfsemi fyrirtækisins snýst um veiðar og vinnslu á stórþara úti fyrir norðurlandi. Starfsemi fyrirtækisins mun byggja á nýjustu tækni og ströngum viðmiðum um hreinlæti, sjálfbærni og umhverfisvernd.

Staðsetning með góðu aðgengi að hafnarkanti er mikilvæg fyrir svo hafnsækna starfsemi og því er horft til nýrrar landfyllingar við Sandskeið sem er merkt L2 ný landfylling á deiliskipulagi Dalvíkurhafnar. Fyrirtækið óskar eftir hærra hitastigi á vatni heldur en Dalvíkurbyggð getur afhent eins og er en unnið er að því að afla upplýsinga og gagna vegna þeirra innviða og uppbyggingu sem starfsemin þarfnast svo hægt sé að taka afstöðu til erindisins.

Á 1021. fundi Byggðaráðs sem haldinn var þann 17. mars sl. var eftirfarandi bókað:
Byggðaráð hefur frá upphafi verið áhugasamt um starfsemi fyrirtækisins og telur hana falla vel að stefnu sveitarfélagsins um umhverfisvæna starfsemi sem byggir á frumvinnslu og fullvinnslu hágæðavöru með sjálfbærri nýtingu auðlinda.
Byggðaráð felur sveitarstjóra og starfsmönnum að vinna áfram að gagnaöflun vegna verkefnisins.
Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.

Framangreint lagt fram til kynningar
Atvinnumála- og kynningaráð fagnar því að fyrirtækið sjái sér mögulega hag í að staðsetja sig í Dalvíkurbyggð.

3.Skýrsla - reynsla og viðhorf kjörinna fulltrúa í bæjar- og sveitarstjórnum á Íslandi

Málsnúmer 202203071Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur dags. 09.03.2022 frá Háskóla Íslands, stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála, þar sem vakin er athygli á nýútkominni skýrslu um reynslu og viðhorf kjörinna fulltrúa í bæjar- og sveitarstjórnum á Íslandi

Þann 17.03.2022 var erindið tekið fyrir í byggðarráði og var eftirfarandi bókað þar:
Byggðaráð felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að senda skýrsluna til kjörinna fulltrúa Dalvíkurbyggðar.
Lagt fram til kynningar

4.Umsókn um styrk úr nýsköpunar- og þróunarsjóði

Málsnúmer 202203155Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Bergi Þór Jónssyni. Sótt er um styrk úr sjóðnum fyrir samfélagsverkefninu sjalfstraust.is. Verkefninu er ætlað að verða stuðningur á öllum mögulegum sviðum fyrir þá sem skortir heilbrigt sjálfstraust.
Umsókn tekin til efnislegrar umfjöllunar og ákvörðun frestað til næsta fundar ráðsins.

5.Umsókn um styrk úr nýsköpunar- og þróunarsjóði

Málsnúmer 202204011Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Ragnhildi Láru Weisshappel. Sótt er um styrk úr sjóðnum fyrir verkefninu Friðhelgi í Svarfaðardal, helgarnámskeið, hugsað sem uppspretta innblásturs alls sem viðkemur vellíðan og listsköpun.
Umsókn tekin til efnislegrar umfjöllunar og ákvörðun frestað til næsta fundar ráðsins.

6.Umsókn um styrk úr nýsköpunar- og þróunarsjóði

Málsnúmer 202204010Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá Kristínu A. Símonardóttur. Sótt er um styrk úr sjóðnum til undirbúnings hönnunar, viðskiptaáætlunar og uppsetningar á Skíðasafni Bakkabræðra.
Umsókn tekin til efnislegrar umfjöllunar og ákvörðun frestað til næsta fundar ráðsins.

7.Draumabláir páskar 2022

Málsnúmer 202202121Vakta málsnúmer

Kynningaráætlun á útivistar og menningarhátíðinni Draumabláum páskum í Dalvíkurbyggð fer vel af stað.

Þjónustu- og upplýsingafulltrúi upplýsti ráðið um stöðu mála.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 09:40.

Nefndarmenn
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir formaður
  • Hólmfríður M Sigurðardóttir aðalmaður
  • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Íris Hauksdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Íris Hauksdóttir þjónustu- og upplýsingafulltrúi