Draumabláir páskar 2022

Málsnúmer 202202121

Vakta málsnúmer

Atvinnumála- og kynningarráð - 69. fundur - 02.03.2022

Áður en Covid-19 skall nokkuð harkalega á árið 2020 vann vinnuhópur að viðburðardagskránni Draumabláir páskar sem ekki tókst að halda hátíðlega.

Nú eru uppi áætlanir um að halda áfram þar sem frá var horfið.
Íris Hauksdóttir, þjónustu- og upplýsingafulltrúi, fór yfir málin.

Atvinnumála- og kynningaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að farið verði í verkefnið Draumabláa páska 2022 í samstarfi við ferðaþjónustuaðila í sveitarfélaginu og felur þjónustu- og upplýsingafulltrúa að hefja samtal við þá sem áhuga hafa á að taka þátt.

Atvinnumála- og kynningarráð - 70. fundur - 06.04.2022

Kynningaráætlun á útivistar og menningarhátíðinni Draumabláum páskum í Dalvíkurbyggð fer vel af stað.

Þjónustu- og upplýsingafulltrúi upplýsti ráðið um stöðu mála.
Lagt fram til kynningar