Atvinnumála- og kynningarráð

63. fundur 02. júní 2021 kl. 08:15 - 11:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir formaður
 • Tryggvi Kristjánsson varaformaður
 • Hólmfríður M Sigurðardóttir aðalmaður
 • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
 • Júlíus Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
 • Íris Hauksdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Íris Hauksdóttir þjónustu- og upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Fundargerðir Markaðsstonfu Norðurlands 2021

Málsnúmer 202105033Vakta málsnúmer

Atvinnumála- og kynningaráð tekur undir áhyggjur á skorti af samráði ráðuneytisins við áfangastaðastofur og aðra hlutaðeigandi aðila við vinnslu verkefnisins Vörður. Ráðið telur afar mikilvægt að verkefni eins og Vörður fari fram í öllum landshlutum.

2.Fréttabréf SSNE

Málsnúmer 202004030Vakta málsnúmer

Til kynningar fréttabréf SSNE frá janúar-apríl 2021.
Lagt fram til kynningar

3.Fundargerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2021

Málsnúmer 202105068Vakta málsnúmer

Fundargerðir 62. og 63. fundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga lagðar fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

4.Nýsköpunar- og þróunarsjóður 2021

Málsnúmer 202105127Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggja 6 umsóknir í nýsköpunar- og þróunarsjóð. Allar umsóknir bárust innan tímabils um auglýstan frest sem var 17. maí sl. Umsóknir teknar fyrir til umræðu og ákvörðunar en úthlutað verður skv. gildandi reglum.

Sigríður Jódís Gunnarsdóttir fór af fundi undir þessum lið kl. 09:48, sökum vanhæfis. Hún kom aftur inn á fundinn kl. 10:24.
Heimild Nýsköpunar- og þróunarsjóðs Dalvíkurbyggðar til úthlutunar samkvæmt fjárhagsáætlun 2021 er kr. 1.000.000. Í reglum sjóðsins kemur fram að hámarksstyrkur hvers verkefnis getur aldrei orðið hærri en kr. 500.000 og skulu ekki fleiri en 6 verkefni styrkt ár hvert. Alls bárust 6 umsóknir í sjóðinn. Tveimur umsóknum var hafnað þar sem þær uppfylltu ekki skilyrði samkvæmt reglum sjóðsins. Fjórar umsóknir eru gildar sem Atvinnumála- og kynningarráð metur allar álitlegar á grundvelli 7. gr. um Mat á umsóknum og samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að veita kr. 250.000 styrk í hvert verkefni.

Þjónustu- og upplýsingafulltrúa falið að senda svör.

5.Fundargerðir SSNE 2021

Málsnúmer 202101060Vakta málsnúmer

Fundargerð 22. fundar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar

6.Fréttaskot Markaðsstofu Norðurlands

Málsnúmer 202105137Vakta málsnúmer

Með rafpósti dags. 28.5.2021 barst þjónustu- og upplýsingafulltrúa Fréttaskot frá Markaðsstofu Norðurlands. Lagt fram til kynningar og umræðu.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Nefndarmenn
 • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir formaður
 • Tryggvi Kristjánsson varaformaður
 • Hólmfríður M Sigurðardóttir aðalmaður
 • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
 • Júlíus Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
 • Íris Hauksdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Íris Hauksdóttir þjónustu- og upplýsingafulltrúi