Nýsköpunar- og þróunarsjóður 2021

Málsnúmer 202105127

Vakta málsnúmer

Atvinnumála- og kynningarráð - 63. fundur - 02.06.2021

Fyrir fundinum liggja 6 umsóknir í nýsköpunar- og þróunarsjóð. Allar umsóknir bárust innan tímabils um auglýstan frest sem var 17. maí sl. Umsóknir teknar fyrir til umræðu og ákvörðunar en úthlutað verður skv. gildandi reglum.

Sigríður Jódís Gunnarsdóttir fór af fundi undir þessum lið kl. 09:48, sökum vanhæfis. Hún kom aftur inn á fundinn kl. 10:24.
Heimild Nýsköpunar- og þróunarsjóðs Dalvíkurbyggðar til úthlutunar samkvæmt fjárhagsáætlun 2021 er kr. 1.000.000. Í reglum sjóðsins kemur fram að hámarksstyrkur hvers verkefnis getur aldrei orðið hærri en kr. 500.000 og skulu ekki fleiri en 6 verkefni styrkt ár hvert. Alls bárust 6 umsóknir í sjóðinn. Tveimur umsóknum var hafnað þar sem þær uppfylltu ekki skilyrði samkvæmt reglum sjóðsins. Fjórar umsóknir eru gildar sem Atvinnumála- og kynningarráð metur allar álitlegar á grundvelli 7. gr. um Mat á umsóknum og samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að veita kr. 250.000 styrk í hvert verkefni.

Þjónustu- og upplýsingafulltrúa falið að senda svör.