Viðaukar 2017 á veitu- og hafnasviði

Málsnúmer 201712005

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 70. fundur - 06.12.2017

Sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs lagði fram samantekt á þeim viðaukum sem inn voru sendir til byggðarráðs vegna fyrirséðra breytinga sem taka til tekna annarsvegar hjá Hafnasjóði Dalvíkurbyggðar og hinsvegar vegna Hitaveitu Dalvíkur. Um er að ræða verðþróun á fiskverði og minni landaður afli hjá Hafnasjóði og hvað Hitaveitu varðar er um minni sölu á heitu vatni til iðnaðar og gott tíðarfar. Einnig hafa framkvæmdir Hafnasjóðs við Austurgarð tafist og er talið eðlilegt að lagfæra þörf til lántöku vegna þessa nær því sem verkefni kallar á.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða framlagt erindi um viðauka 2017.