Mikilvæg ábending varðandi ferjuhöfnina á Árskógssandi

Málsnúmer 201711062

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 70. fundur - 06.12.2017

Í bréfi sem dagsett er 15. nóvember 2017, frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa, kemur fram ábending varðandi ferjuhöfnina á Árskógssandi. Í bréfinu er bent á að kantbiti sé 15 til 16 cm hár en á að vera minnst 20 cm samkvæmt 27. gr. reglugerðar frá 326/2004.
Í framhaldi af slysinu óskað sviðsstjóri eftir teikningum af ferjubryggjunni frá siglingasviði Vegagerðar ríkisins. Þær hafa borist og er bryggjan í öllu byggð samkvæmt þeim en þær eru dagsettar í febrúar 1987. Rétt þykir að geta þess að engar athugasemdir hafa verið gerðar við frágang bryggunnar við vejubundna úttekt af hendi eftirlits.

Í bréfinu kom einnig fram að óskað væri eftir því að gerðar yrðu úrbætur til að tryggja öryggi þeirra sem um bryggjuna fara.

Brugðist hefur verið við þessum tilmælum og var við fyrsta tækifæri komið fjórum umferðarstöplum við enda bryggjunnar.
Lagt fram til kynningar.

Veitu- og hafnaráð - 85. fundur - 08.05.2019

Bókað í trúnaðarmálabók.